„Þetta eru risastórar fréttir“ Aron Guðmundsson skrifar 11. júní 2023 10:03 Björn Berg Gunnarsson. Vísir/Vilhelm „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. Björn öllum hnútum kunnugur er kemur að fjármálum og íþróttum og fréttirnar um samstarf Fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu við PGA- og DP mótaraðirnar í golfi fóru ekki fram hjá honum. „Þetta eru auðvitað risastórar fréttir,“ sagði Björn í Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég held að á fjármálahliðinni í íþróttunum höfum við nú varla heyrt stærri fréttir undanfarin ár eða áratugi. Þetta eru heilmiklar fréttir vegna þess að í rauninni, með ákveðinni einföldun, mættum við segja að með þessu sé konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu að kaupa efsta lag golfíþróttarinnar.“ Fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, betur þekktur sem PIF, samanstendur af olíupeningum Sádi-Arabíu og heyrir undir konungsfjölskyldu ríkisins. „Við getum kallað þetta þjóðarsjóð eða fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu og þessi sjóður er að langmestu fullur af olíupeningum en það hefur verið lögð áhersla á það núna að setja eggin í svolítið fleiri körfur. Að bæta úr eignardreifingu þessa stóra og mikla eignasafni Sádanna og áberandi hluti af því hefur verið gert í gegnum íþróttir.“ Það var árið 2021 sem LIV mótaröðin, sem var keyrð áfram á fjármagni frá Sádi-Arabíu, var stofnuð til höfuðs PGA mótaröðinni og náði hún að lokka til sín nokkra af helstu kylfingum heims. Síðan þá hefur ríkt hatrömm deila þeirra sem standa á baki mótaröðunum tveimur og því koma nýjustu fréttir því mörgum á óvart. Óvíst er hvað tekur nú við og hver örlög LIV mótaraðarinnar verða. „Nú spyrjum við okkur að því, hvað verður til dæmis um LIV-mótaröðina. Er ekki akkúrat ástæðan fyrir því að vera gera þetta til þess að allir þessir kylfingar séu að spila í sömu mótunum og var það ekki það sem í raun og veru gerðist, þegar verið var að kljúfa þetta í sundur, að það svolítið vantaði. Við eigum svo sem eftir að sjá hvernig spilast úr því en það er ekki ólíklegt að LIV-mótaröðin hreinlega leggist af. Vegna þess að Sádarnir stjórna PGA-mótaröðinni núna, ekki að fullu og ekki eingöngu en það verður smíðuð regnhlíf yfir þetta nýja apparat sem sá sem stýrir peningum PIF, sá sem stýrir olíufyrirtæki Sádi-Araba mun stjórna.“ Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu er sökuð um íþróttahvítþvott, að beita íþróttum til þess að fegra eða fela slæmt orðspor sitt. „Gagnrýnendur þessara viðskipta hafa bent á að þetta sé augljóst framhald af því sem Sádi-Arabía hefur gert hingað til, sem talið er hafa verið mikill íþróttahvítþvottur. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því staðreyndin virðist vera sú að þessi íþróttahvítþvottur virkar. Það eru ekki bara Sádar sem hafa góða reynslu af því í þessu samhengi, heldur aðrir líka og hvort sem ástæðan sé sú að þetta sé eðlilegur partur af fjárfestinga mengi sádiarabíska fjárfestingasjóðsins eða hvort að þessu sé ætlað að þvo ímynd Sádi-Arabíu alþjóðlega í gegnum íþróttirnar þá mun það án efa hafa mjög jákvæð áhrif fyrir Sádana og á það hljóta þeir að treysta líka.“ LIV-mótaröðin Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Sjá meira
Björn öllum hnútum kunnugur er kemur að fjármálum og íþróttum og fréttirnar um samstarf Fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu við PGA- og DP mótaraðirnar í golfi fóru ekki fram hjá honum. „Þetta eru auðvitað risastórar fréttir,“ sagði Björn í Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég held að á fjármálahliðinni í íþróttunum höfum við nú varla heyrt stærri fréttir undanfarin ár eða áratugi. Þetta eru heilmiklar fréttir vegna þess að í rauninni, með ákveðinni einföldun, mættum við segja að með þessu sé konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu að kaupa efsta lag golfíþróttarinnar.“ Fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, betur þekktur sem PIF, samanstendur af olíupeningum Sádi-Arabíu og heyrir undir konungsfjölskyldu ríkisins. „Við getum kallað þetta þjóðarsjóð eða fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu og þessi sjóður er að langmestu fullur af olíupeningum en það hefur verið lögð áhersla á það núna að setja eggin í svolítið fleiri körfur. Að bæta úr eignardreifingu þessa stóra og mikla eignasafni Sádanna og áberandi hluti af því hefur verið gert í gegnum íþróttir.“ Það var árið 2021 sem LIV mótaröðin, sem var keyrð áfram á fjármagni frá Sádi-Arabíu, var stofnuð til höfuðs PGA mótaröðinni og náði hún að lokka til sín nokkra af helstu kylfingum heims. Síðan þá hefur ríkt hatrömm deila þeirra sem standa á baki mótaröðunum tveimur og því koma nýjustu fréttir því mörgum á óvart. Óvíst er hvað tekur nú við og hver örlög LIV mótaraðarinnar verða. „Nú spyrjum við okkur að því, hvað verður til dæmis um LIV-mótaröðina. Er ekki akkúrat ástæðan fyrir því að vera gera þetta til þess að allir þessir kylfingar séu að spila í sömu mótunum og var það ekki það sem í raun og veru gerðist, þegar verið var að kljúfa þetta í sundur, að það svolítið vantaði. Við eigum svo sem eftir að sjá hvernig spilast úr því en það er ekki ólíklegt að LIV-mótaröðin hreinlega leggist af. Vegna þess að Sádarnir stjórna PGA-mótaröðinni núna, ekki að fullu og ekki eingöngu en það verður smíðuð regnhlíf yfir þetta nýja apparat sem sá sem stýrir peningum PIF, sá sem stýrir olíufyrirtæki Sádi-Araba mun stjórna.“ Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu er sökuð um íþróttahvítþvott, að beita íþróttum til þess að fegra eða fela slæmt orðspor sitt. „Gagnrýnendur þessara viðskipta hafa bent á að þetta sé augljóst framhald af því sem Sádi-Arabía hefur gert hingað til, sem talið er hafa verið mikill íþróttahvítþvottur. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því staðreyndin virðist vera sú að þessi íþróttahvítþvottur virkar. Það eru ekki bara Sádar sem hafa góða reynslu af því í þessu samhengi, heldur aðrir líka og hvort sem ástæðan sé sú að þetta sé eðlilegur partur af fjárfestinga mengi sádiarabíska fjárfestingasjóðsins eða hvort að þessu sé ætlað að þvo ímynd Sádi-Arabíu alþjóðlega í gegnum íþróttirnar þá mun það án efa hafa mjög jákvæð áhrif fyrir Sádana og á það hljóta þeir að treysta líka.“
LIV-mótaröðin Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Sjá meira