Bílastæði

Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði
Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða.

Bílastæðum breytt í grænt torg
Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum.

Sektarmiðar undir rúðuþurrkum heyra sögunni til
Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun hætta að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bíla frá og með deginum í dag.

Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár
Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum.

Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála
Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld.

Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt
Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni.

Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd.

„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“
Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt.

Sektunum fjölgar á sunnudaginn
Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum.

Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina
Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin.

Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár
Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn.

Nýjung í rekstri bílastæða
Green Parking er félag í eigu Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í nútímalegum bílastæðalausnum á rekstri bílastæða, bílakjöllurum og bílastæðahúsum.

Gjaldtaka hefst á hleðslustöðvum í bílastæðahúsum
Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar.

Móðir fatlaðs barns gat ekki lagt í bílastæði hreyfihamlaðra vegna Porsche-bifreiðar
Porsche-bifreið með einkanúmerinu EXIT var lagt í bílastæði hreyfihamlaðra við Fjarðartorg í Hafnarfirði í minnst eina og hálfa klukkustund í gær. Móðir fatlaðs drengs gat ekki nýtt sér stæðið vegna þessa.

Gjaldskylda hafin á bílastæðunum við gossvæðið
Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið.

Mikil breyting á gjaldskyldu í haust
Mikil breyting verður á gjaldskyldu á bílastæðum miðborgarinnar í haust þegar gjalddtaka verður tekinn upp á sunnudögum og til klukkan níu á kvöldin alla daga. Einnig er brugðist við því hversu margir leggja lengi í stæðunum með því setja hámark á tímalengdina og hækka tímagjaldið.

Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum
Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar.

Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis
Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Isavia semur um uppbyggingu hleðslustöðva í Keflavík
Fulltrúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um uppsetningu á fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að um langtíma verkefni sé að ræða.

Samningur í höfn um uppsteypu bílakjallara nýs Landspítala
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verk undirrituðu í dag samning Nýs Landspítala ohf. um uppsteypu á bílakjallara undir Sóleyjartorgi við hliðina á meðferðarkjarnanum.

Bílastæði verða fjarlægð við Sólfarið og varnargarður breikkaður
Bílastæði við Sólfarið fá að fjúka, sjóvarnargarður verður lagfærður og gróður verður meira áberandi, samkvæmt nýju deiliskipulagi við Norðurströnd, strandsvæðið milli Hörpu og Laugarness.

Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll líklegast fullnýtt um páskana
Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina.

Kallað til lögreglu og barnaverndar vegna heiftugra bílastæðadeilna í Kauptúni
Tveir einstaklingar misstu stjórn á skapi sínu vegna deilna um bílastæði í Kauptúni í Garðabæ um miðjan dag. Annar þeirra er sakaður um líkamsárás og hinn um eignaspjöll.

Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin
Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda.

Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts
Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær.

Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta
Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta.

Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“
Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust.

Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll
Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna.

Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað
Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum.

Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári.