Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr há­dramatískum sigri Ís­lands gegn Tékk­landi

U21 árs lands­lið Ís­lands og Tékk­lands í fót­bolta mættust á Víkings­velli í gær í fyrsta leik liðanna í undan­keppni EM 2025. Ís­land vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Andri Fannar Baldurs­son skoraði sigur­markið með stór­kost­legu skoti í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

„Auðvitað gerum við kröfu á sigur“

Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, segir að krafan sé sett á sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik undankeppni EM í dag. Hann segir fyrstu mánuðina í atvinnumennsku hafa gengið vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Lúkas um vél­mennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“

Lúkas Peters­son, mark­vörður ís­lenska u21 árs lands­liðsins í fót­bolta og þýska fé­lagsins Hof­fen­heim, er að upp­lifa sér­staka tíma í Þýska­landi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjöl­skylda hans fluttist bú­ferlum heim til Ís­lands þar sem að Alexander Peters­son, faðir Lúkasar spilar með hand­bolta­liði Vals.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristall hefur fundið fegurðina í boltanum á nýjan leik eftir krefjandi tíma

Kristall Máni Inga­son, leik­maður u-21 árs lands­liðs Ís­lands í fót­bolta, hefur fundið fegurðina í fót­boltanum á nýjan leik í her­búðum Sønderjyske eftir krefjandi tíma hjá Rosen­borg. Kristall verður í eld­línunni með u-21 árs lands­liðinu síðar í dag þegar liðið tekur á móti Tékk­landi í fyrsta leik sínum í undan­keppni EM 2025 á Víkings­velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Maður fagnar eins og asni

Alfreð Finnbogason reyndist hetja Íslendinga í kvöld þegar Bosnía og Herzegovína var lagt af velli með einu marki. Alfreð kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknarþungi íslenska liðsins að aukast. Alfreð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu uppbótartíma brást honum ekki bogalistin og tryggði Íslandi sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi

Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Rætt um leikinn á X-inu: „Get in Alfredo“

Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfu­muninn

„Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við verðum að gera betur“

Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Lúxem­­­borg - Ís­land 3-1 | Martröð í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana.

Fótbolti