Fjárlagafrumvarp 2022

Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu
Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf.

Jú, það er komið nóg
Eftir fordæmalausa þolinmæði þjóðarinnar gagnvart stjórnarmyndun þingmeirihlutans hefur nú loksins litið dagsins ljós fjárlagafrumvarp ársins 2022. Fá hafa vafalaust iðað meira í skinninu eftir því að blaða í rafrænum talnarunum fjárlaga heldur en forsvarsfólks þeirra félagasamtaka sem eiga starfsemi sína að einhverju leyti undir þeim tölustöfum sem birtast svart á hvítu í frumvarpinu.

Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir átta milljóna króna lækkun styrkja
Blaðamannafélag Íslands hefur sent inn umsögn um fjárlagafrumvarpið sem nú er í meðferð Alþingis. Þar hvetur félagið fjárlaganefnd til að endurskoða fyrirætlanir um tveggja prósenta lækkun framlags til styrkja til einkarekinna fjölmiðla.

Vilja fella niður ríkisábyrgð á lánalínum Icelandair
Félag atvinnurekenda leggur til að heimildin til að veita Icelandair Group sjálfskuldaraábyrgð ríkissjóðs á lánum verði felld út úr fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn félagsins.

Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu
Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga.

Heimilt að selja hvenær sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð
Bankasýslunni, sem heldur utan um 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, er heimilt að selja hlutabréf sín í bankanum hvort heldur sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð til fagfjárfesta hvenær sem er eftir að tímabili sölubanns lýkur síðar í þessum mánuði.

„Madame la capitale“ er úr takti við tíðarandann
Öldur jólabókaflóðsins eru nú að nálgast háflóð. Háflóðið skellur á landanum þegar fjárlagafrumvarp höfuðborgarstjórnarinnar, „Madame la capitale“ verður lögfest síðar í mánuðinum.

Tekist á um fjárlög: Íslendingar séu miklir eftirbátar Norðurlanda í þróunarmálum
Hart var tekist á um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar á Alþingi í gær og búast má við að ágreiningur haldi áfram í dag.

Stjórnarandstaðan kallar fjárlagafrumvarpið bráðabirgðafrumvarp
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól.

Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól
Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs.

Nú þarf að greikka sporið
Það er gífurlega ánægjulegt að við stöndum eftir allt saman á sterkum grunni. Ríkissjóður hefur þurft að taka minna að láni en áður var talið þurfa til að eiga við náttúruhamfarir.

Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova
Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum.

Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi
Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni.

Það vinna allir á „Allir vinna“ – áskorun til stjórnvalda að halda verkefninu áfram
Nú þegar fjárlagafrumvarp stjórnvalda er komið fram þá vekur það sérstaka athygli að ekkert virðist vera í frumvarpinu um að halda áfram verkefninu „Allir vinna“.

Stjórnvöld fjármagna þróun nýrrar streymisveitu
Ríkisstjórnin hyggst veita fé til þróunar nýrrar innlendrar streymisveitu á næsta ári sem er ætlað að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi.

Ekki augljóst að fjárlögin muni styðja við lágt vaxtastig
Það er ekki augljóst að rekstur ríkissjóðs á næstunni, eins og hann birtist í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, muni leggjast sérstaklega á sveif með að styðja við peningastefnu Seðlabanka Íslands í því skyni að viðhalda lægri vöxtum en ella.

Skortur á því sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum.

Allir leggist á eitt í baráttu við verðbólgu
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör.

Stjórnvöld boði stöðnun í nýju fjárlagafrumvarpi
BSRB gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segir það boða stöðnun í opinbera geiranum á sama tíma og blása þurfi til sóknar.