Íslenski listinn

Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify
Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.

Fékk beinan stuðning frá Spotify
Rapparinn Emmsjé Gauti trónir á toppi Íslenska listans á FM aðra vikuna í röð með ástarlagið Klisja. Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var svo tónlistarmaðurinn Magnús Gunn mættur með nýjasta lagið sitt „I’ll Be Alright“ en lagið lenti inn á vinsælum lagalista hjá streymisveitunni Spotify.

Emmsjé Gauti á toppi Íslenska listans: „Hvaða klisja er það?“
Rapparinn Emmsjé Gauti situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með ástarlagið Klisja. Aron Can fylgir fast á eftir með Morgunsólin og Rihanna skipar þriðja sæti með nýjasta lagið sitt Lift me up.

Vinsælustu lögin á FM957 árið 2022
Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2022 á stöðinni.

Ótrúlega samrýmdir jólabræður á Íslenska listanum
Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson dreifa jólaskapinu á Íslenska listanum á FM í þessari viku en lagið þeirra Jólabróðir er kynnt inn sem líklegt til vinsælda.

P!nk með vinsælasta lagið
Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn.

Adele drekkur vín og þykir líkleg til vinsælda
Breska stórstjarnan og söngkonan Adele var kynnt inn sem líkleg til vinsælda á Íslenska listanum á FM í dag með lagið I Drink Wine. Lagið er að finna á plötunni 30 sem Adele sendi frá sér í fyrra.

P!nk ætlar aldrei að hætta að dansa
Tónlistarkonan P!nk skipar ellefta sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Never Gonna Not Dance Again. Vinsældum þessarar sögulegu söngkona virðast engin takmörk sett en hún hefur haldið sér stöðugri í rúm 22 ár í heimi tónlistarinnar.

Danslagið Infinity endurfætt á Íslenska listanum
Danssmellurinn Infinity með Guru Josh Project kom upprunalega út árið 1989 og var svo endurútgefið árið 2008 við miklar vinsældir. Tónlistarmaðurinn Willy William hefur nú gefið út lagið Trompeta sem líkist óneitanlega Infinity en hann notar hljóðbúta úr Infinity og gefur þeim nýtt líf.

Rihanna var nálægt því að hafna Super Bowl
Tónlistarkonan Rihanna er mætt á Íslenska listann á FM957 eftir langa fjarveru en hún gaf út sitt fyrsta lag í sex ár í lok október. Lagið heitir „Lift Me Up“ og var samið fyrir kvikmyndina „Black Panther: Wakanda Forever“.

24 ára gamalt lag í glænýjum búning
Tónlistarfólkið David Guetta og Bebe Rexha sitja í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið I’m Good (Blue). Er hér á ferðinni eins konar endurgerð á laginu Blue Da Ba Dee sem næntís sveitin Eiffel 65 gerði gífurlega vinsælt árið 1998.

Morgunsólin skín á Íslenska listanum
Tónlistarmaðurinn Aron Can skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur með sanni náð góðum árangri í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans Morgunsólin situr í áttunda sæti íslenska listans á FM þessa vikuna.

Óheilög og gríðarlega vinsæl
Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok.

Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans
Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu.

Armensk Eurovision söngkona slær í gegn
Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina.

Ábreiða Bríetar af lagi Ásgeirs Trausta slær í gegn
Bríet skipar sjöunda sæti íslenska listans þessa vikuna með einstaka ábreiðu sína af laginu Dýrð í Dauðaþögn sem Ásgeir Trausti gaf út fyrir tíu árum síðan af samnefndri plötu.

Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans
Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957.

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“
Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“
Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku.

Græna græna grasið nær nýjum hæðum
Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.