Íslenski listinn

Fréttamynd

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól

Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við.

Tónlist
Fréttamynd

The Weeknd steypir Frikka Dór af stóli

Kanadíski söngvarinn The Weeknd skipar fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt Sacrifice. Friðrik Dór dettur niður um eitt sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið Bleikur og Blár.

Tónlist
Fréttamynd

„Fólk var að rífast um það hver Húgó væri á meðan að ég sat bara beint fyrir framan þau“

Tónlistarmaðurinn Hugo skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Farinn. Hugo var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og hefur vakið mikla athygli fyrir grímuna sem hann klæðist hvert skipti sem hann kemur fram. Enginn virðist vita hver raunverulegi maðurinn sé á bak við Hugo. Blaðamaður hafði samband við Hugo og tók púlsinn á honum.

Tónlist
Fréttamynd

Með hækkandi sól klífur listann

Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. 

Tónlist
Fréttamynd

Bræður í einvígi á toppnum

Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn

Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet er mætt á íslenska listann

Íslenska söngkonan Bríet er mætt á íslenska listann með nýjasta lag sitt Cold Feet. Lagið kom út 21. janúar síðastliðinn og situr í sextánda sæti listans fyrstu vikuna sína inni eftir að hafa verið kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Það er nóg um að vera hjá Bríeti en samkvæmt Instagram síðu hennar er nýtt lag væntanlegt 18. mars næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Charlie Puth er mættur á íslenska listann

Söngvarinn Charlie Puth sendi frá sér lagið Light Switch 20. janúar síðastliðinn við góðar viðtökur. Lagið er grípandi og taktfast og fjallar meðal annars um angist sambandsslita.

Tónlist
Fréttamynd

Justin Bieber vinsælastur

Íslenski listinn afhjúpaði vinsælasta lag vikunnar fyrr í dag og var það enginn annar en kanadíski popparinn Justin Bieber sem situr í fyrsta sæti.

Tónlist
Fréttamynd

Ed Sheeran trónir á toppnum

Fyrsti íslenski listi ársins 2022 fór í loftið fyrr í dag á FM957 en listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00.

Tónlist
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.