Hestaíþróttir

Fréttamynd

Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák

Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkj­ótt

Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt.

Innlent
Fréttamynd

Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins

Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því.

Innlent
Fréttamynd

Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt

Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af velferð hesta í Survive Iceland

Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar.

Skoðun
Fréttamynd

Siggi Sig sigur­vegari og Lands­móti lokið

Fjöldi gesta af Lansdsmóti hestamanna hélt heim á leið í gærkvöldi eftir glæsileg tilþrif í A-flokki gæðinga þar sem Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson fóru með sigur af hólmi. 

Sport
Fréttamynd

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn

Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu

Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu.

Innlent
Fréttamynd

„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“

Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun

Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára.

Innlent
Fréttamynd

Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993

Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins.

Innlent
Fréttamynd

Segir dóminn geta ýtt við hesta­manna­fé­lögum og komið í veg fyrir slys

Guð­rún Rut Heiðars­dóttir knapi hafði betur í skaða­bóta­máli sínu gegn Vá­trygginga­fé­lagi Ís­lands fyrr í mánuðinum eftir hesta­slys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn for­dæmis­gefandi og stað­festa það að hestamanna­fé­lög verði að passa betur upp á að­stæður og merkingar við skipu­lagðar æfingar.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmet og hæst dæmd frá upphafi

Stjörnur urðu til í heimi íslenska hestsins þrátt fyrir að nær öllum stórmótum í hestaíþróttum á árinu hafi verið aflýst, þar með talið Landsmóti og Íslandsmóti.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.