Hvalir

Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni
Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum.

Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði
Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út.

„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“
Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni.

Sigldi inn í Seyðisfjörð með hvalshræ á stefninu
Stærðarinnar hvalshræ lenti á stefni Norrænu og losa þurfti hræið af skipinu við höfnina á Seyðisfirði. Hvalurinn var hífður af stefninu og er bundinn við bryggjuna.

„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“
Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó.

Stakk sér til sunds með sjö háhyrningum
Óþekktur maður lék sér á sjóbretti með háhyrningahjörð úti á sjó hjá Hellnum á Snæfellsnesi í kvöld. Einu sinni sást til hans syndandi í sjónum, en vitni sáu ekki hvort hann hafði dottið af brettinu eða stungið sér vitandi vits til sunds.

Blóðugur háhyrningur í fjöru Kjalarness
Háhyrning rak á land við Kjalarnes í dag. Íbúar Kjalarness segja í umræðuhópi á samfélagsmiðlum að hvalurinn hafi verið veikur, og búið sé að aflífa hann.

Hvalurinn kominn út á haf
Háhyrningurinn sem strandaði í Grafarvogi í gærkvöldi er kominn út í haf og er frjáls ferða sinna. Hann var kominn út fyrir skerin við flæðarmálið um hálfsexleytið í dag, en björgunarmenn stugguðu við honum og fylgdu honum út fyrir grynningarsvæðið.

Háhyrningurinn synti rakleiðis í strand
Íbúi í Grafarvogi varð vitni að því þegar háhyrningur synti í strand í Gorvík í gærkvöldi og fangaði atvikið á myndskeiði.

Tók smá snúning en aftur kominn á svipaðar slóðir
Slökkviliðsmenn hafa haldið háhyrningi sem strandaði í Gorvík nærri Korpúlfsstöðum í Grafarvogi í gærkvöldi rökum í nótt með það fyrir augum að halda honum á lífi.

Háhyrning rak á land í Grafarvogi
Háhyrning rak á land nærri golfvellinum Korpu við Korpúlfsstaði í Grafarvogi í kvöld.

Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga
Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla.

Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin
Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins.

Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist
Kristján Loftsson, maðurinn sem rekur síðasta hvalveiðifyrirtæki Íslendinga, hefur lagt fram nýja kröfu til ríkisstjórnarinnar og eru skilaboð hans skýr. Hann telur að hvalveiðar ættu að halda áfram.

Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu
Í dag rennur út frestur í samráðsgátt til að skila inn athugasemd um skýrslu og tillögur starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir áríðandi að fólk nýti þennan lýðræðislega rétt til að skila inn umsögn.

Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði
Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum.

Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin
Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum.

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS.

Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri
„Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri.

Mikið högg fyrir nærsamfélagið
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið.

Engar hvalveiðar Hvals í sumar
Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð
Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti.

Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar
Hvalavinurinn kanadíski Paul Watson, sem er vel kunnugur landsmönnum, heitir því að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar. Hann varði drjúgum hluta vetrarins í fangelsi á Grænlandi en mikið hefur verið fjallað um það kast sem hann hefur komist í við lögin hér á landi.

Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn
Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skipstjórnarmenn sannfærða um að fjölgun hvala hafi áhrif á loðnustofninn og aðra fiskistofna. Hann segir nauðsynlegt að hafrannsóknir verði efldar og að Íslendingar veiði hvali, og vísar til skrifa Gísla Arnórs Víkingssonar sjávarlíffræðings og hvalasérfræðings í þeim efnum.

„Hann kann að dansa, maður minn!“
Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum.

Hélt hann hefði verið étinn af hval
Hnúfubakur tók kajakræðara í munn sinn í stutta stund við strendur Síle síðustu helgi. Atvikið náðist á myndband. Maðurinn segist hafa verið hræddur um líf sitt og föður síns.

Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík
Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum.

Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn
Hafnarfjarðarhöfn iðaði af lífi fyrr í dag þegar hvalir spókuðu sig þar um og léku listir sínar.

Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru
Hvalreki varð í Víkurfjöru í gær. Íbúi segist ekki hafa séð svo stóran hval reka á land í fjörunni.

Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt
Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin.