Efnahagsbrot

Fréttamynd

Dæmdur fyrir að þvætta illa fengið fé

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri fyrir peningaþvætti með því að tekið við og nýtt millifærslur frá erlendum fyrirtækjum, samtals um 13,5 milljónir króna, inn á eigin reikning og tekið upphæðina svo út í reiðufé og afhent óþekktum aðila.

Innlent
Fréttamynd

Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir ís­lenskar krónur

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Dró sér rúmar þrjár milljónir sem gjaldkeri húsfélags

Gjaldkeri húsfélags hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér samtals 3.308.425 krónur í eigu húfélagsins. Gerði hún það með því að millifæra fé af bankareikningi félagsins inn á sína persónulegu bankareikninga í 165 færslum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur snúið við blaðinu og fær milda refsingu

Karlmaður var á dögunum dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir auðgunarbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði snúið lífi sínu til betri vegar síðan brotin voru framin.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður stal 1,7 milljón króna af Bónus

Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus.

Innlent
Fréttamynd

Handtaka höfuðpaur í einu stærsta skattsvikamáli Danmerkur

Breskur auðkýfingur sem er talinn um að vera höfuðpaurinn í einu stærstu skattsvikamáli í sögu Danmerkur var handtekinn í Dúbaí í dag. Hann og aðrir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í þrettán milljarða danskra króna út úr ríkissjóði.

Erlent
Fréttamynd

Skipaður lög­ráða­maður dró sér þrjár milljónir króna

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning.

Innlent
Fréttamynd

Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti

Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður um 125 milljónir fyrir skatt­svik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Innlent