
Leigumarkaður

Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina
Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni.

Austurgata 10 - blm. í góðri trú blekktir? - Ærumeiðandi dylgjur leigjanda
Ég skrifa þessa skoðun m.a. til að verja æru mína, föður míns heitins og æru hins friðaða húss Austurgötu 10. Faðir minn, Árni Gunnlaugsson hrl., fasteignasali og bæjarfulltrúi í meirihluta í Hafnarfirði í á annan áratug eftir 1966 bjó í a.m.k. áratug í upprunalegu og þá viðurkenndu ástandi Austurgötu 10 (1913).

Er hækkun húsnæðisbóta á óregluvæddum leigumarkaði heimska eða meðvitaður stuðningur við eignafólk?
Mikið hefur verið rætt um samkomulag breiðfylkingar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og stjórnvalda um aðgerðir á leigumarkaði. Það er bláköld staðreynd sem blasir við ykkur öllum að staðan á leigumarkaði hefur valdið þúsundum fjölskyldna miklum búsifjum undanfarin 13 ár.

Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk
Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur.

Áætla að hækka þurfi leigu hjá Félagsbústöðum um 6,5 prósent
Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um 6,5 prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins.

Hlutfallslega flestar leiguíbúðir á Suðurnesjum
Suðurnes hafa að geyma hlutfallslega fleiri leiguíbúðir í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en nokkur annar landshluti. Fimmtungur íbúða í landshlutanum er skráður í leiguskrá.

„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“
Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar.

„Ég er bara skíthrædd hérna“
Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum.

Dökk ský á leigumarkaði
Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn.

Heima er best - fyrir öll
Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni.

Sturlaðar arðsemiskröfur leigusala grafa undan lífskjörum leigjenda
Arðsemiskrafa leigusala á íslenskum leigumarkaði er um það bil tíu sinnum hærri en þeirra sem fjárfesta á almennum hlutabréfamarkaði. Slík krafa um arðsemi kemur til þrátt fyrir að ávöxtun á húsnæðismarkaði sé töluvert meiri en á hlutabréfamarkaði.

Getur ekki flutt inn því það býr kona í íbúðinni hennar
Kona sem gerði húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði á Bifröst sem tók gildi þann 1. mars getur ekki flutt inn því önnur kona býr í íbúðinni hennar. Sú er með leigusamning vegna sömu íbúðar fram í ágúst.

35 fermetrar á 220 þúsund krónur
Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu.

Hafði betur í baráttu við leigjanda sem skemmdi borðplötu
Kona sem leigði íbúð í tæplega eitt ár þarf að sjá á eftir 873 þúsund krónum af tryggingafé sínu til leigusalans vegna skemmda sem hún vann á nýlegum borðplötum og vangoldinnar leigu.

Hagkvæmara að leigja en eiga á höfuðborgarsvæðinu
Töluvert hagkvæmara er að leigja heldur en eiga á höfuðborgarsvæðinu þessa stundina, þar sem mánaðarlegar greiðslur af óverðtryggðum lánum eru allt að 40 prósentum umfram leiguverði.

Leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ
Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ í fyrra, en þar er hún um sex prósentum hærri en á Selfossi.

Á einhver heima í þessari íbúð?
Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands.

Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs
Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.

Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu
Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum
Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður.

Bein útsending: Ný leiguvísitala kynnt til leiks
Hús- og mannvirkjastofnun efnir til kynningarfundar um nýja vísitölu leiguverðs og upplýsingar úr nýrri leiguskrá sem stofnunin hefur sett á laggirnar. Fundinum er streymt í beinni og hefst klukkan 10.

Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt
Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt.

Einstæð móðir rukkuð um tvöfalda leigu
Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði.

Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot
Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu.

Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala
Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk.

„Við erum í villta vestrinu“
Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum
Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt.

Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga
Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól.

Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga
Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga.

Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti
Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði.