Kjarnorka

Fréttamynd

Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til.

Erlent
Fréttamynd

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl

35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni.

Erlent
Fréttamynd

Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild

Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum

Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín.

Erlent
Fréttamynd

Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar

Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael

Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað.

Erlent