Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Hamagangur á Nesinu og flutningar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Camilla Rut Rúnarsdóttir, hefur í mörgu að snúast um þessar mundir í húsnæðismálum. Íbúðin sem hún hefur verið með á leigu síðastliðna mánuði er komin á sölu auk þess hún er í framkvæmdum á framtíðarheimili fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi.

Lífið
Fréttamynd

Austur­höfn seldi fast­eignir fyrir ríf­lega 16 milljarða

Félagið Austurhöfn, sem hélt utan uppbyggingu og sölu fasteigna á Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur, seldi fasteignir fyrir ríflega 16 milljarða króna á síðustu þremur árum en í nýbirtum ársreikningi félagsins kemur fram að sölunni hafi að mestu verið lokið síðustu áramót.

Innherji
Fréttamynd

Kaupa hlut Hannesar í Lind fast­eigna­sölu

Stærstu hlut­hafar fast­eigna­sölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðar­son og Þórarinn Arnar Sæ­vars­son undir for­merkjum fjár­festingar­fé­lagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Stein­dórs­sonar í fast­eigna­sölunni Lind.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HAF hjónin kaupa draumaeignina

Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa fest kaup á draumaeigninni við Fjölnisveg 14 í Þingholtunum í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Skuld­sett fast­eigna­fé­lög ekki sama á­hættan hér á landi og víða er­lendis

Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Meiri­hlutann skorti viljann en ekki lóðir

Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir.

Innlent
Fréttamynd

Efnaðir vinir selja glæsilegt einbýli við Bergstaðastræti

Við Bergstaðastræti 78 í Þingholtunum í Reykjavík er einkar glæsilegt 270 fermetra einbýlishús til sölu. Húsið er byggt árið 1933 á um 500 fermetra lóð. Húsið er á þremur hæðum en þar af er auka íbúð á neðstu hæðinni með sér inngangi.

Lífið
Fréttamynd

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Innherji
Fréttamynd

Steinarr Lár og Guðrún selja glæsihöllina

Athafnamaðurinn og fyrrum eigandi Kúkú Campers, Steinarr Lár og Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur hafa sett glæsihöll sína við Kópavogsbraut til sölu og er ásett verð fyrir eignina 245 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Að­gerðir sem bitna á lág­launa­fólki

Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Annan hring í hús­næðis­hring­ekjunni?

Horft fram á við má ætla að til skamms tíma muni hátt vaxtastig halda markaðnum köldum og enn er útlit fyrir verðlækkanir, að minnsta kosti að raunvirði. Gífurleg fólksfjölgun setur hins vegar þrýsting á eftirspurnarhliðina og ef byggingageirinn bregst við hærri vöxtum með því að draga úr uppbyggingu er ljóst að við munum fara annan hring í húsnæðishringekjunni.

Umræðan
Fréttamynd

Bíl-og ból­laus líf­stíll í einni íbúð á Snorra­braut

Í­búð sem nú er í byggingu á Snorra­braut 62 hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Þar er ekki að finna svefn­her­bergi og grínast net­verjar með að því verði hægt að lifa bíl-og ból­lausum lífs­stíl í í­búðinni en engin bíla­stæði fylgja húsinu. Fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss segir deilu­skipu­lag hafa nauð­beygt byggingar­aðila í að hafa í­búðina án svefn­her­bergis.

Neytendur
Fréttamynd

Rússíbaninn á húsnæðismarkaði

Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild.

Skoðun
Fréttamynd

Eigna­sölu­ferli Heimsta­den gæti tekið fimm ár

Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bylting á fast­eigna­markaði?

Eitt frægasta dæmið um byltingu á markaði er þegar Ford byrjaði að framleiða bifreiðar á færibandi. Það leiddi af sér ótrúlega lækkun á kostnaði á bifreiðum og nú til dags er yfirburða meirihluti bifreiða framleidd á færibandi og nú með róbótum og endurspeglast það í umferð hversdagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Að meðaltali frekar fínt

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað.

Skoðun