Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Mogga­rit­stjóri kveður Reyni­melinn

Matth­ías Johann­essen fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, rithöfundur, ljóðskáld og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, hefur sett parhús sitt við Reynimel á sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 240 eru 179 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir

Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. 

Neytendur
Fréttamynd

Moe's Bar falur fyrir 99 milljónir

Fasteignin Jafnasel 6 í Breiðholtinu, þar sem barinn Moe's Bar hefur verið rekinn undanfarin fjórtán ár, hefur verið sett á sölu fyrir 99 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Eigandi Vera design selur hönnunarperlu

Skartgripahönnuðurinn og athafnakonan, Íris Björk Tanya Jónsdóttir, stofnandi og eigandi Vera design, hefur sett eign sína á sölu. Um er að ræða stórglæsilega og mikið endurnýjaða 195 fm íbúð á tveimur hæðum við Miðleiti. Ásett verð fyrir íbúðina eru 169 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frið­rik Ómar selur slotið

Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn­­ir fast­­eign­­a­­fé­l­ag­­a á mark­að­i mega ekki gæta hags­m­un­­a ein­s­tak­a hlut­h­af­­a

Lífeyrissjóðurinn Birta var á meðal hluthafa sem samþykkti tillögu stjórnar Regins í gær um að hún fái heimild til að auka hlutafé fasteignafélagsins verði af yfirtökutilboði þess í Eik. Framkvæmdastjóri Birtu segir í samtali við Innherja að stjórnir fasteignafélaganna þurfi að gæta hagsmuna hvers félags fyrir sig en ekki einstaka hluthafa eða tegundar hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti hluthafi Eikar tekur já­kvætt í við­ræður um sam­runa við Reiti

Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð. 

Innherji
Fréttamynd

Ó­hjá­kvæm­i­legt að fast­eign­a­verð hækk­i töl­u­vert í ljós­i við­var­and­i skorts

Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið.

Innherji
Fréttamynd

Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða

Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reitir og Eik kanna sameiningu

Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Skora á kaupandann að hætta við kaupin

Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin.

Innlent
Fréttamynd

„Mér er bara svo mis­boðið“

Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir

Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­að­gerðir sveitar­fé­laga fá slæma út­reið

Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa.

Innlent
Fréttamynd

Hamagangur á Nesinu og flutningar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Camilla Rut Rúnarsdóttir, hefur í mörgu að snúast um þessar mundir í húsnæðismálum. Íbúðin sem hún hefur verið með á leigu síðastliðna mánuði er komin á sölu auk þess hún er í framkvæmdum á framtíðarheimili fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi.

Lífið