Leikskólar

Fréttamynd

Hver á að hugsa um yngstu börnin?

Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða.

Skoðun
Fréttamynd

Um­deild reglu­gerð ráð­herra um fjölda barna á leik­skólum sett á bið

Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Hvers virði er far­sæld barna og kennara?

Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum?

Skoðun
Fréttamynd

Hver vit­leysan rekur aðra

Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar

Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara.

Innlent
Fréttamynd

„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“

Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt

Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman.

Innlent
Fréttamynd

Góð kartöfluuppskera í Krakkaborg í Flóahreppi

Börnin í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi og starfsfólk hoppa hæð sína af gleði þessa dagana því leikskólinn hefur fengið splunkunýtt gróðurhús og þá er kartöfluuppskeran með besta móti í útigarði skólans.

Innlent
Fréttamynd

Sláandi munur á færni leik­skóla­barna

Börn af annarri kyn­slóð inn­flytj­enda ná mun verri tökum á ís­lensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rann­sókn á vegum Há­skóla Ís­lands en vísinda­mennirnir segja stöðuna graf­alvar­lega og kalla eftir ís­lensku­kennslu í leik­skólum.

Innlent
Fréttamynd

Bíl ekið inn á lóð Fífusala

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið.

Innlent
Fréttamynd

Kaup hluta­fjár eina leiðin í þröngri stöðu

Höfundi Hjallastefnunnar þykir afskaplega miður að félagið, sem rekur leik- og grunnskóla, hafi þurft að kaupa hlutafé fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins með töluverðum hagnaði fyrir framkvæmdastjórann.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgðin á Sælu­koti liggur hjá Reykja­víkur­borg

Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf.

Skoðun
Fréttamynd

Á sandi byggði heimskur maður hús

Það sem einkennir gjarnan okkar ágæta samfélag er að málin eru oft leyst með skammtalækningum í stað þess að hugsa til framtíðar. Núna, sem fyrr koma foreldrar og mótmæla stöðunni í leikskólamálum hjá borginni vegna þess að börn þeirra komast ekki inn í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum börnum gott at­læti - núna

Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar.

Skoðun
Fréttamynd

Vegna um­fjöllunar um leik­skólann Sælu­kot

Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf.

Skoðun
Fréttamynd

Yngsta skóla­stigið þarf á raun­hæfum lausnum að halda

Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar ekki að missa móðinn

Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn.

Innlent
Fréttamynd

Í­búa­fundur í Ráð­húsinu

Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál.

Skoðun