Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar 26. mars 2025 08:02 Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun