Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir, Hafdís Svansdóttir og Jónína Einarsdóttir skrifa 14. maí 2025 11:00 Allt starfsfólk leikskóla borgarinnar er með 36 stunda vinnuviku miðað við fullt starf. Um þetta var samið í síðustu kjarasamningum hjá Eflingu og Sameyki en þeir sem eru í KÍ eru með vinnutímastyttingu upp á fjóra klukkutíma á viku. Flest börn dvelja í leikskólanum í 40-42,5 tíma á viku svo hér byrjar reikningsdæmið að klikka. Reykjavíkurborg telur að stytting vinnuvikunnar eigi að ganga upp án nokkurs aukakostnaðar og þjónustuskerðingar en við sem störfum í þessu umhverfi vitum að veruleikinn er allt annar. Þjónustuver borgarinnar í Borgartúni er t.d. opið frá kl. 8.30-16 mánudaga til fimmtudaga og frá 8.30-14.30 á föstudögum. Væntanlega tengist þessi skerta þjónusta þeirra við borgarbúa styttingu vinnuvikunnar. Sveitarfélögin í kringum okkur hafa gripið til ýmissa mótvægisaðgerða til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á þeim aðgerðum en það er þó verið að bregðast við stöðunni sem er uppi varðandi mismun á vinnutíma starfsfólks og barna. Þegar starfsmannafjöldi hvers leikskóla er ákveðinn og fjármagni úthlutað til leikskólanna er unnið út frá fyrirframgefnum forsendum eins og barngildistöflu, veikindum starfsmanna, undirbúningstímum, sérkennslutímum o.fl. Barngildin eru fundin eftir aldri og dvalartíma barnanna og miðar t.d. við að einn starfsmaður geti sinnt fjórum ársgömlum börnum og upp í að hver starfsmaður geti sinnt átta fimm ára gömlum börnum. Algengt er að með þessum útreikningum náist að hafa í kringum þrjú full stöðugildi á deild og þá eru gjarnan færri börn á yngri deildum en þeim eldri. Ef miðað er við aldurshreina deild með ársgömlum börnum væru þrír starfsmenn með 12 börn á sama tíma og það væru þrír starfsmenn með 24 fimm ára gömul börn. Ofan á þessi stöðugildi bætist við afleysing vegna kjarasamningsbundinna undirbúningstíma starfsfólks sem og veikindafjarveru. Það getur því bæst við hálft til eitt stöðugildi á deildina eftir fjölda undirbúningstíma. Reykjavíkurborg úthlutar 5,5% af áætluðum stöðugildum í fjarveruafleysingu sem á að dekka veikindi starfsfólks, fjarvistir vegna veikinda barna, orlof tekið utan hefðbundins orlofstíma, námskeiða o.fl. Meðal veikindafjarvistir starfsfólks í leikskólum borgarinnar eru rúmlega 9% og því ljóst að sú upphæð sem er sett í fjarveruafleysingu dugar engan veginn. Ef deild nær að hafa fjögur stöðugildi með allri afleysingu þá er einn starfsmaður að hætta um hádegi fjóra daga vikunnar. Þá eru þrír eftir. Hluta af þeim tíma er mögulega einhver í undirbúningi eða jafnvel fjarverandi vegna veikinda eða annars. Þá eru tveir starfsmenn eftir með barnahópinn og barngildistaflan sem miðað er við þá ekki í gildi og dagurinn á að ganga upp. Hvað gerist þegar svona staða kemur upp? Fyrir utan það að starfsfólk sem er í húsi bindur á sig hlaupaskóna er kjarasamningsbundinn undirbúningstími jafnvel tekinn af starfsmanni og ef viðkomandi er í Félagi leikskólakennara eru þessir tímar unnir utan hefðbundins vinnutíma í yfirvinnu náist ekki að klára umsaminn tíma yfir vikuna. Aðrir hreinlega missa sinn undirbúningstíma. Starfsfólk í hlutastarfi er beðið um að vinna lengur og fá greidda yfirvinnu, þeir sem eru að stytta vinnudaginn eru jafnvel beðnir um að fresta því ef hægt er o.s.frv. Allt er gert áður en skoðað er að fara í fáliðunarferli sem þýðir að börn eru send heim hluta úr degi eða í verstu tilvikum heilan dag ef marga vantar. Þessi ófyrirsjáanleiki er erfiður fyrir foreldra sem eiga kannski von á því að fá símtal um að sækja barnið sitt fyrr stuttu eftir að hafa farið með barnið í leikskólann. Sé mannekla viðvarandi t.d. vegna langtímaveikinda getur þurft að grípa til fáliðunar og hafa leikskólar gripið til þess að loka á hádegi á föstudögum svo ekki bætist stytting vinnuvikunnar ofan á aðra fjarveru starfsfólks. Mannekla í leikskólum borgarinnar er ekki eingöngu komin til vegna styttingar á vinnuvikunni eða að illa gangi að ráða inn starfsfólk. Hún er einnig vegna veikinda starfsfólks og annarrar fjarveru enda ekki óalgengt að það vanti 2-3 starfsmenn daglega og oft er fjarveran meiri. Þegar leikskólastjórnendur eru komnir í þá stöðu að nánast hvern einasta dag vanti eftir hádegið 6-7 starfsmenn er ekki hægt að halda uppi eðlilegu leikskólastarfi. Á sama tíma aukast áskoranir í breyttu skólasamfélagi. Börnum með annað tungumál en íslensku fer fjölgandi og við þurfum að leggja áherslu á að þau læri málið. Einnig hefur hegðunarvandi hjá börnum aukist í leikskólum, líkt og grunnskólum. Hvort tveggja kallar líka á aukna mönnun. Þessi staða bitnar á börnunum og foreldrar eiga ekki að sætta sig við að Reykjavíkurborg hunsi stöðuna og láti sem allt sé í lagi. Það er svo sannarlega ekki allt í lagi og það á ekki að vera þannig að starfsfólkið hlaupi spretthlaup í 36 stundir á viku til að komast heim fjórum tímum fyrr en áður, slíkt álag er ekki hægt að bjóða starfsfólki upp á. Það er ekki í lagi að leikskólinn sé undirmannaður hvern einasta dag vegna styttingar vinnuvikunnar og það er ekki í lagi að koma svona fram við börnin, starfsfólkið og foreldrana. Leikskólastjórnendur í Reykjavík geta ekki unað við þetta ófremdarástand lengu. Ef ekki á að fjármagna styttingu vinnuvikunnar með auknum stöðugildum sem þarf til að leysa þetta svo vel verði þá verður hreinlega að skerða þjónustuna við börnin og foreldrana. Við hvetjum þá sem stjórna leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg til að finna lausn, ekki seinna en strax. Verði ekkert að gert stefnir í að fleiri leikskólar neyðist til að fara í fáliðunaráætlun sem stefnir leikskólamálum í enn meira óefni. Við hvetjum borgina til að taka hugmyndir Starfshóps um breytingar á leikskólakerfinu í Reykjavík til skoðunar og taka orð okkar leikskólastjóra alvarlega um að það er veruleg þörf á breytingum á kerfinu. V ið hvetjum líka ykkur sem eruð foreldrar til að láta í ykkur heyra með því t.d. að spyrja í leikskóla ykkar barns hvernig útfærslan sé á styttingu vinnuvikunnar, hvort það komi fyrir að tveir starfsmenn séu með barnahópinn sem gerir ráð fyrir því að það séu þrír. Öryggi barnanna á að vera í fyrsta sæti. Reykjavíkurborg vill vera í farabroddi í leikskólastarfi en þar hafa bara einfaldlega önnur sveitafélög tekið fram úr okkur og eru að huga að velferð sinna starfsmanna og barna með því að breyta núverandi kerfi þannig að það hlúi betur að fólkinu sem sinnir okkar yngstu íbúum. Fyrir hönd leikskólastjórnenda í Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg, Hafdís Svansdóttir, leikskólastjóri í Sæborg, og Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri í Stakkaborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal Skoðun Pólítískt hugrekki Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley Skoðun Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Kúbudeiluna og viðskiptabannið Gylfi Páll Hersir skrifar Skoðun Ráðherrar með reiknivél og leyndarhyggju Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Gróf misbeiting illa fengins valds Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) grein 2 Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Pólítískt hugrekki Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Opið bréf til Rósu Guðbjartsdóttur Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verið brjáluð. Ég fer ekki neitt Ian McDonald skrifar Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Blaður 35 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá forsætisráðherrra til ferðaþjónustunnar Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar Skoðun Skapandi framtíð – forvarnir og félagsstarf í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða orka? Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Það skiptir máli hvernig gervigreind er notuð í kennslu Hjörvar Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Allt starfsfólk leikskóla borgarinnar er með 36 stunda vinnuviku miðað við fullt starf. Um þetta var samið í síðustu kjarasamningum hjá Eflingu og Sameyki en þeir sem eru í KÍ eru með vinnutímastyttingu upp á fjóra klukkutíma á viku. Flest börn dvelja í leikskólanum í 40-42,5 tíma á viku svo hér byrjar reikningsdæmið að klikka. Reykjavíkurborg telur að stytting vinnuvikunnar eigi að ganga upp án nokkurs aukakostnaðar og þjónustuskerðingar en við sem störfum í þessu umhverfi vitum að veruleikinn er allt annar. Þjónustuver borgarinnar í Borgartúni er t.d. opið frá kl. 8.30-16 mánudaga til fimmtudaga og frá 8.30-14.30 á föstudögum. Væntanlega tengist þessi skerta þjónusta þeirra við borgarbúa styttingu vinnuvikunnar. Sveitarfélögin í kringum okkur hafa gripið til ýmissa mótvægisaðgerða til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á þeim aðgerðum en það er þó verið að bregðast við stöðunni sem er uppi varðandi mismun á vinnutíma starfsfólks og barna. Þegar starfsmannafjöldi hvers leikskóla er ákveðinn og fjármagni úthlutað til leikskólanna er unnið út frá fyrirframgefnum forsendum eins og barngildistöflu, veikindum starfsmanna, undirbúningstímum, sérkennslutímum o.fl. Barngildin eru fundin eftir aldri og dvalartíma barnanna og miðar t.d. við að einn starfsmaður geti sinnt fjórum ársgömlum börnum og upp í að hver starfsmaður geti sinnt átta fimm ára gömlum börnum. Algengt er að með þessum útreikningum náist að hafa í kringum þrjú full stöðugildi á deild og þá eru gjarnan færri börn á yngri deildum en þeim eldri. Ef miðað er við aldurshreina deild með ársgömlum börnum væru þrír starfsmenn með 12 börn á sama tíma og það væru þrír starfsmenn með 24 fimm ára gömul börn. Ofan á þessi stöðugildi bætist við afleysing vegna kjarasamningsbundinna undirbúningstíma starfsfólks sem og veikindafjarveru. Það getur því bæst við hálft til eitt stöðugildi á deildina eftir fjölda undirbúningstíma. Reykjavíkurborg úthlutar 5,5% af áætluðum stöðugildum í fjarveruafleysingu sem á að dekka veikindi starfsfólks, fjarvistir vegna veikinda barna, orlof tekið utan hefðbundins orlofstíma, námskeiða o.fl. Meðal veikindafjarvistir starfsfólks í leikskólum borgarinnar eru rúmlega 9% og því ljóst að sú upphæð sem er sett í fjarveruafleysingu dugar engan veginn. Ef deild nær að hafa fjögur stöðugildi með allri afleysingu þá er einn starfsmaður að hætta um hádegi fjóra daga vikunnar. Þá eru þrír eftir. Hluta af þeim tíma er mögulega einhver í undirbúningi eða jafnvel fjarverandi vegna veikinda eða annars. Þá eru tveir starfsmenn eftir með barnahópinn og barngildistaflan sem miðað er við þá ekki í gildi og dagurinn á að ganga upp. Hvað gerist þegar svona staða kemur upp? Fyrir utan það að starfsfólk sem er í húsi bindur á sig hlaupaskóna er kjarasamningsbundinn undirbúningstími jafnvel tekinn af starfsmanni og ef viðkomandi er í Félagi leikskólakennara eru þessir tímar unnir utan hefðbundins vinnutíma í yfirvinnu náist ekki að klára umsaminn tíma yfir vikuna. Aðrir hreinlega missa sinn undirbúningstíma. Starfsfólk í hlutastarfi er beðið um að vinna lengur og fá greidda yfirvinnu, þeir sem eru að stytta vinnudaginn eru jafnvel beðnir um að fresta því ef hægt er o.s.frv. Allt er gert áður en skoðað er að fara í fáliðunarferli sem þýðir að börn eru send heim hluta úr degi eða í verstu tilvikum heilan dag ef marga vantar. Þessi ófyrirsjáanleiki er erfiður fyrir foreldra sem eiga kannski von á því að fá símtal um að sækja barnið sitt fyrr stuttu eftir að hafa farið með barnið í leikskólann. Sé mannekla viðvarandi t.d. vegna langtímaveikinda getur þurft að grípa til fáliðunar og hafa leikskólar gripið til þess að loka á hádegi á föstudögum svo ekki bætist stytting vinnuvikunnar ofan á aðra fjarveru starfsfólks. Mannekla í leikskólum borgarinnar er ekki eingöngu komin til vegna styttingar á vinnuvikunni eða að illa gangi að ráða inn starfsfólk. Hún er einnig vegna veikinda starfsfólks og annarrar fjarveru enda ekki óalgengt að það vanti 2-3 starfsmenn daglega og oft er fjarveran meiri. Þegar leikskólastjórnendur eru komnir í þá stöðu að nánast hvern einasta dag vanti eftir hádegið 6-7 starfsmenn er ekki hægt að halda uppi eðlilegu leikskólastarfi. Á sama tíma aukast áskoranir í breyttu skólasamfélagi. Börnum með annað tungumál en íslensku fer fjölgandi og við þurfum að leggja áherslu á að þau læri málið. Einnig hefur hegðunarvandi hjá börnum aukist í leikskólum, líkt og grunnskólum. Hvort tveggja kallar líka á aukna mönnun. Þessi staða bitnar á börnunum og foreldrar eiga ekki að sætta sig við að Reykjavíkurborg hunsi stöðuna og láti sem allt sé í lagi. Það er svo sannarlega ekki allt í lagi og það á ekki að vera þannig að starfsfólkið hlaupi spretthlaup í 36 stundir á viku til að komast heim fjórum tímum fyrr en áður, slíkt álag er ekki hægt að bjóða starfsfólki upp á. Það er ekki í lagi að leikskólinn sé undirmannaður hvern einasta dag vegna styttingar vinnuvikunnar og það er ekki í lagi að koma svona fram við börnin, starfsfólkið og foreldrana. Leikskólastjórnendur í Reykjavík geta ekki unað við þetta ófremdarástand lengu. Ef ekki á að fjármagna styttingu vinnuvikunnar með auknum stöðugildum sem þarf til að leysa þetta svo vel verði þá verður hreinlega að skerða þjónustuna við börnin og foreldrana. Við hvetjum þá sem stjórna leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg til að finna lausn, ekki seinna en strax. Verði ekkert að gert stefnir í að fleiri leikskólar neyðist til að fara í fáliðunaráætlun sem stefnir leikskólamálum í enn meira óefni. Við hvetjum borgina til að taka hugmyndir Starfshóps um breytingar á leikskólakerfinu í Reykjavík til skoðunar og taka orð okkar leikskólastjóra alvarlega um að það er veruleg þörf á breytingum á kerfinu. V ið hvetjum líka ykkur sem eruð foreldrar til að láta í ykkur heyra með því t.d. að spyrja í leikskóla ykkar barns hvernig útfærslan sé á styttingu vinnuvikunnar, hvort það komi fyrir að tveir starfsmenn séu með barnahópinn sem gerir ráð fyrir því að það séu þrír. Öryggi barnanna á að vera í fyrsta sæti. Reykjavíkurborg vill vera í farabroddi í leikskólastarfi en þar hafa bara einfaldlega önnur sveitafélög tekið fram úr okkur og eru að huga að velferð sinna starfsmanna og barna með því að breyta núverandi kerfi þannig að það hlúi betur að fólkinu sem sinnir okkar yngstu íbúum. Fyrir hönd leikskólastjórnenda í Miðborg, Vesturbæ og Hlíðum. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri í Nóaborg, Hafdís Svansdóttir, leikskólastjóri í Sæborg, og Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri í Stakkaborg.
Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson Skoðun
Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley Skoðun
Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Hvernig eiga umsækjendur í opinbera sjóði að fylgja forsendum sem eru þversagnakenndar? Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá stjórnun til tengsla – Endurmat á atferlismeðferð í ljósi tilfinningagreindar Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir,Álfheiður Ingadóttir skrifar
Skoðun Upplýsingar um mataræði barna og unglinga á landsvísu eru of gamlar – það er óásættanlegt Birna Þórisdóttir,Sigurbjörg Bjarnadóttir,Inga Þórsdóttir skrifar
Skoðun Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir,Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,Albertína Friðbjörg Elíasdóttir,Bryndís Fiona Ford,Ingunn Jónsdóttir,Berglind Kristinsdóttir,Páll Björgvin Guðmundsson skrifar
Frábær fundur, frábært framtak, vanvirk stjórnsýsla, meðvirk stjórnvöld Ögmundur Jónasson Skoðun
Það verða aðrir þjóðhátíðardagar fyrir okkur en dagar Palestínumanna eru taldir Davíð Aron Routley Skoðun
Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun