Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar 12. apríl 2025 12:01 Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Leikskólar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun