Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar 12. apríl 2025 12:01 Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Leikskólar Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar