
Skemmdir á sýningum Stríðsárasafnsins vegna mikils leka
Mikils leka hefur orðið vart í sýningarhúsnæði Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði eftir áramót og hafa sýningar safnsins orðið fyrir tjóni.

Ritari dæmdur fyrir hlutdeild í fleiri en tíu þúsund morðum
Fyrrverandi ritari í útrýmingarbúðum nasista var fundinn sekur um hlutdeild í morði á um 10.500 manns í Þýskalandi í dag. Konan er á tíræðisaldri en hún hlaut tveggja ára skilorðbundinn fangelsisdóm.

Fólkið sem fann draumaheimilið við þjóðveginn austur úr borginni
Þegar við fylgjum Hólmsá og Suðurlandsvegi austur úr borginni, upp með vatnasviði Elliðavatns, má finna leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Svæðið geymir sögu nýbýla frá vaxtarárum Reykjavíkurbæjar eftir fyrri heimsstyrjöld og einnig stríðsminjar úr síðari heimsstyrjöld.

Bandaríkjaher faldi leynilega stjórnstöð í gígum Rauðhóla
Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega.

Segir ekki breska hernum um að kenna hvernig Rauðhólar fóru
Það var ekki breski herinn sem eyðilagði Rauðhólana við gerð Reykjavíkurflugvallar heldur borgarbúar sjálfir vegna gatnagerðar. Loftmynd sem tekin var skömmu eftir stríð virðist staðfesta þetta.

Vinkona Önnu Frank er látin
Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri.

Eyddu tundurdufli sem kom í veiðarfæri skips
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eyddi tundurdufli sem kom í veiðarfæri togskips norðan við landið í dag. Tundurduflið reyndist breskt úr síðari heimsstyrjöldinni.

Heiðursþingmaður sem lifði af dvöl í Auschwitz situr yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins
Liliana Segre, 92 ára kona sem lifði af helförina mun sitja yfir fyrsta þingfundi ítalska þingsins eftir nýliðnar kosningar. Segre er heiðursþingmaður á ítalska þinginu og eina manneskja fjölskyldu sinnar sem lifði dvöl í Auschwitz af. Stjórnmálafólk Ítalíu sem hlaut kjör fyrir skömmu hefur verið gagnrýnt fyrir öfgafullar skoðanir og að sýna verkum Mussolini stuðning.

Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar
Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940.

Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn
Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu.

Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka
Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni.

Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær.

Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts
Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu.

Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku
Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Áttatíu ár liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstrendur
Áttatíu ár eru í dag liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstendur þegar um 240 manns fórust við það að skipalestin QP-13 sigldi í þoku inn í belti tundurdufla sem hafði verið lagt til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum.

Telja að málverk á hollenska þinginu sé ránsfengur nasista
Menningarminjastofnun Hollands hefur lagt hald á málverk sem hangið hefur á veggjum hollenska þinghússins í yfir tuttugu ár. Talið er að nastistar hafi stolið málverkinu á tímum seinna stríðs.

Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi
Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen.

„Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana“
Fréttakonan Alma Ómarsdóttir gerði heimildamynd Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum þar sem hún skoðaði sérstaklega upptökuheimilið Kleppjárnsreyki sem var komið á laggirnar til þess að vista ungar stúlkur sem höfðu átt í samskiptum við hermenn á „ástandsárunum“ svokölluðu hér á Íslandi.

77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins
Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni.

Goldberg skikkuð í tveggja vikna frí þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar
Leikkonan og þáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur verið skikkuð í tveggja vikna leyfi í kjölfar ummæla sem hún lét falla um Helförina.