Aurskriður á Seyðisfirði

Ekkert hús á Seyðisfirði á hættusvæði C vegna aurflóðahættu
Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu.

Eins og fjallið væri að öskra á þau
Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna.

Ár frá hamförunum á Seyðisfirði: „Þetta var erfiður dagur í dag“
Í dag er ár liðið frá því að aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði, sem rifu með tíu hús og skemmdu þrjú til viðbótar. Seyðfirðingar minntust atburðarins með fallegri athöfn í dag þar sem listaverk var afhjúpað sem sýnir húsin sem fóru með skriðunum máluð á litlar upplýstar glerkrukkur.

Óvissustigi á Seyðisfirði aflétt
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020.

Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði vegna rigninga
Komið gæti til þess að rýma þurfi einhver hús undir Botnabrún á Seyðisfirði í byrjun næstu viku en mikilli úrkomu er spáð á svæðinu frá aðfaranótt mánudags.

Segja þörf á átaki í skriðumálum líkt og gert var í snjóflóðamálum
Kanna þarf landform með tilliti til hreyfinga á lausum jarðefnum við ellefu þéttbýlisstaði á landinu. Þetta kemur fram í minnisblaði vísindamanna Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands.

Aflétta rýmingu og aflýsa hættustigi á Seyðisfirði
Rýmingu sem var í gildi á nokkrum húsum á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum ofan bæjarins hefur verið aflétt að fullu. Þá hefur hættustigi almannavarna verið aflýst.

Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd
Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd.

Húsin sem næst standa varnargarðinum áfram rýmd
Útreikningar á virkni leiðigarða og safnþróar undir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í desember á síðasta ári og Búðarár liggja fyrir. Líkur eru taldar á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn mælist hreyfing á hryggnum hefur rýmingu á nokkrum húsum á Seyðisfirði ekki verið aflétt.

Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið
Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim.

Almannavarnir um skriðuhættu ofan Seyðisfjarðar: Líklegra að svæðið muni falla í smærri brotum
Svæðið sem fylgst er með í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu.

Mælingar truflast áfram vegna rigningar
Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina.

Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi
Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa.

Enn hreyfing á flekanum við Búðará
Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi.

Óvissan það allra erfiðasta
Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.

Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu
Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi.

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum
Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Fundu minjar frá landnámi um fiskverkun á Seyðisfirði
Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft í Seyðisfjarðarbæ eru komnir niður á mannvirki frá landnámsöld sem virðist hafa verið nýtt til fiskverkunar. Fornminjarnar fundust undir skriðu sem féll fyrir sexhundruð árum.

Fólk þurfi ekki að vera feimið við að vilja skoða skriðuna
Ferðaþjónustan á Austurlandi er smám saman að taka við sér og er ljóst að mikil veðurblíða á landshlutanum skemmi ekki fyrir atvinnugreininni. Hálfgerð hitabylgja liggur nú yfir Austurlandinu og má búast við að hitinn verði í kringum tuttugu stig út vikuna.

Umfangsmiklir varnargarðar á Seyðisfirði nær tilbúnir
Vinna við varnargarðana á Seyðisfirði er á lokametrunum og útlit fyrir að virkni þeirra sé góð. Mannvirkið er umfangsmikið og að mestu leyti gert úr skriðuefninu sjálfu.