Aurskriður á Seyðisfirði

Fréttamynd

Tryggingar gegn náttúru­ham­förum

Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos.

Skoðun
Fréttamynd

Og fjallið það öskrar

Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Mikið verk fyrir höndum við upp­byggingu og lag­færingu

Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis eftir tjónið sem þar varð í aurskriðunum sem féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Mikið verk er enn fyrir höndum við uppbyggingu og lagfæringu þrátt fyrir að nú sjái fyrir endann á hreinsunarstarfi. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Bráðvantaði rafstöðvarnar í flóðinu

Þrettán björgunarsveitir fengu í dag afhentar færanlegar rafstöðvar sem eiga að efla fjarskiptaöryggi þegar gerir óveður eða náttúruhamfarir verða. Björgunarsveitarmaður segir að slíkar stöðvar hefðu komið að miklum notum þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Veitu­skurði og varnar­kanti komið fyrir eftir sam­tal við íbúa

Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­vissu­á­stand á Aust­fjörðum

Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki úr stáli“

„Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í árslok 2020 eru þær verstu sem ég hef lent í á mínum ferli. Þarna voru ólýsanlegar, lífshættulegar aðstæður, þar sem maður óttaðist um eigið líf og annarra, bæði líf bæjarbúa og félaganna sem voru að sinna björgunarstörfunum.“

Innlent
Fréttamynd

Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund

„Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.