Þú ert það sem þú upplifir: Opið bréf til lubbamenna og lúðulaka í Múlaþingi Birgir Dýrfjörð skrifar 26. mars 2023 08:00 „Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“ Sumir sálfræðingar orða þetta þannig að sjálfsmynd okkar ákvarði hegðun okkar. Við erum það sem við upplifum.“ (Sálfræðibókin. Mál og menning. Bls. 456.) Þessi speki er sosum ekkert ný. Stephan G. Stephansson, orti: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, Í fjölnota átthagavísu segir: Engu skiftir að ég fer, eða hvar mig niður ber. Siglufjörður alltaf er, einhvern veginn inni í mér. Vísan er sögð fjölnota því í stað Siglufjörður getur verið Seyðisfjörður eða hvaða átthagi sem er. Að mati Carl Rogers, sálfræðings „er það öllu fólki nauðsynlegt að hafa tilfinningu fyrir sjálfu sér sem einni heild.“ ( Sálfr.b. M&M bl.s. 459) Á fimmta glasi eða svo sungu Íslendingar í Svíþjóð átthaga vísuna hér að ofan undir laginu „Sigga litla systir mín“. Þeir sungu þá: „Gamla Ísland alltaf er einhvern vegin inni í mér.“ Þeir upplifðu sig íslenska heild. Seyðfirðingar 18. desember 2020 urðu þær náttúruhamfarir í Seyðisfirði, að brún neðri botna, ofan við Múlafossinn brast fram, og ægileg aurskriða hvolfdist yfir bæinn. Skriðan eirði engu. Altjón varð á 13 húsum. Fyrir íbúa bæjarins var þessi skelfing þó annað og meira en efnhagslegt tjón. Þegar ógnin straujaði yfir Búðareyrina hurfu 4 hús, sem voru alfriðuð vegna aldurs. Frá æsku til elliára voru þessi hús upplifun og hluti af þeirri tifinningu að vera Seyðfirðingur. „Þú ert það sem þú upplifir,“ segir í sálfræðinni. Lifandi minningin um horfin hús og annað, sem skriðan eyddi, hún eykur sorg Seyðfirðinga. Hún er líkamlega sár eins og kökkur í brjóstinu. Og gamlir Seyðfirðingar finna alltaf fjörðinn sinn og bæinn „Einhvern veginn inni í sér“ Öryggisleysi og kvíði Skelfingin sem fylgdi þessum hamförum var meira en sú, að horfa eftir heimilum sínum og eignum hverfa í leðjuna. Enginn gat svarað þeirri spurningu hvort hættan væri yfirstaðinn. Hvort fleiri skriður féllu. Óttinn og kvíðinn var viðvarandi, og hann er enn til staðar, og setur mark sitt á líf íbúanna. Þurfa þeir aftur að una því að vera fluttir úr bænum. Þurfa þeir aftur að yfirgefa heimili sín og eignir. Þurfa þeir aftur að lifa það að missa aleiguna. Þurfa þeir áfram að óttast um líf sitt? Það er mikið álag á andlega líðan Seyðfirðinga að burðast með slíkar spurningar. 80 % íbúanna niðurlægðir í þágu Norskra auðmanna Til viðbótar við álag af öryggisleysi þurfa Seyðfirðingar, að lifa við það nú, að verjast árás norskra auðmanna og handbendum þeirra í bæjarstjórn Múlaþings. Bæjarstjórnin valtaði yfir vilja 80% íbúa Seyðisfjarðar, og svipti þá í reynd sjálfsforræði sínu. Kannski finna Seyðfirðingar nú ríkari þörf en nokkurn tíma áður, að verja það, sem þeim er kærast, að verja undurfagra náttúru Seyðisfjarðar, og koma í veg fyrir, að hún verði afskræmd af mannavöldum, - til viðbótar við afskræmingu skriðufallanna Norskir auðmenn og austfirðsk handbendi þeirra vilja dreifa þrem firnalöngum seríum af flotkvíum til laxeldis í endilangan Seyðisfjörð. 80% íbúanna vilja ekki þessi mannvirki í fjörðinn sinn. Sveitarstjórnarfulltrúar frá Djúpavogi og Héraði leyfa ekki að Seyðfirðingar fái að hafa vit fyrir sér sjálfir. Þeir kusu að svipta þá sjálfsforræði sínu með atkvæðagreiðslu, sem fór þvert gegn vilja 80% íbúanna. Í undrun spyr maður, er þessu fólki í sveitarstjórninni sjálfrátt. Eða handbendi annarra? Það hikar ekki við að svipta Seyðfirðinga sjálfsforræði sínu. Dýrmætasta rétti hverrar manneskju.Dýrmætasta rétti mannlegra samskifta. Einstaklinga, sveitarfélaga og þjóða. Ég er sannfærður um að þessi framkoma fulltrúa í bæjarstjórn Múlaþings er í andstöðu við skoðun almennings á Austfjörðum um sómasamleg samskipti fólks. Ég bið sveitarstjórnina að endurskoða atkvæðagreiðsluna, um að svipta Seyðfirðinga sjálfsákvörðunarrétti og afsanna þá um leið dónaleg gífuryrði mín í yfirskriftinni á þessari grein. Höfundur er rafvirkjameistari. Skýringar: Lubbamenni, merkir m.a. ódrenglyndur maður. Lúðulaki, merkir m.a. ræfill. Handbendi, merkir m.a. viljalaus undirlægja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Aurskriður á Seyðisfirði Birgir Dýrfjörð Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“ Sumir sálfræðingar orða þetta þannig að sjálfsmynd okkar ákvarði hegðun okkar. Við erum það sem við upplifum.“ (Sálfræðibókin. Mál og menning. Bls. 456.) Þessi speki er sosum ekkert ný. Stephan G. Stephansson, orti: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, Í fjölnota átthagavísu segir: Engu skiftir að ég fer, eða hvar mig niður ber. Siglufjörður alltaf er, einhvern veginn inni í mér. Vísan er sögð fjölnota því í stað Siglufjörður getur verið Seyðisfjörður eða hvaða átthagi sem er. Að mati Carl Rogers, sálfræðings „er það öllu fólki nauðsynlegt að hafa tilfinningu fyrir sjálfu sér sem einni heild.“ ( Sálfr.b. M&M bl.s. 459) Á fimmta glasi eða svo sungu Íslendingar í Svíþjóð átthaga vísuna hér að ofan undir laginu „Sigga litla systir mín“. Þeir sungu þá: „Gamla Ísland alltaf er einhvern vegin inni í mér.“ Þeir upplifðu sig íslenska heild. Seyðfirðingar 18. desember 2020 urðu þær náttúruhamfarir í Seyðisfirði, að brún neðri botna, ofan við Múlafossinn brast fram, og ægileg aurskriða hvolfdist yfir bæinn. Skriðan eirði engu. Altjón varð á 13 húsum. Fyrir íbúa bæjarins var þessi skelfing þó annað og meira en efnhagslegt tjón. Þegar ógnin straujaði yfir Búðareyrina hurfu 4 hús, sem voru alfriðuð vegna aldurs. Frá æsku til elliára voru þessi hús upplifun og hluti af þeirri tifinningu að vera Seyðfirðingur. „Þú ert það sem þú upplifir,“ segir í sálfræðinni. Lifandi minningin um horfin hús og annað, sem skriðan eyddi, hún eykur sorg Seyðfirðinga. Hún er líkamlega sár eins og kökkur í brjóstinu. Og gamlir Seyðfirðingar finna alltaf fjörðinn sinn og bæinn „Einhvern veginn inni í sér“ Öryggisleysi og kvíði Skelfingin sem fylgdi þessum hamförum var meira en sú, að horfa eftir heimilum sínum og eignum hverfa í leðjuna. Enginn gat svarað þeirri spurningu hvort hættan væri yfirstaðinn. Hvort fleiri skriður féllu. Óttinn og kvíðinn var viðvarandi, og hann er enn til staðar, og setur mark sitt á líf íbúanna. Þurfa þeir aftur að una því að vera fluttir úr bænum. Þurfa þeir aftur að yfirgefa heimili sín og eignir. Þurfa þeir aftur að lifa það að missa aleiguna. Þurfa þeir áfram að óttast um líf sitt? Það er mikið álag á andlega líðan Seyðfirðinga að burðast með slíkar spurningar. 80 % íbúanna niðurlægðir í þágu Norskra auðmanna Til viðbótar við álag af öryggisleysi þurfa Seyðfirðingar, að lifa við það nú, að verjast árás norskra auðmanna og handbendum þeirra í bæjarstjórn Múlaþings. Bæjarstjórnin valtaði yfir vilja 80% íbúa Seyðisfjarðar, og svipti þá í reynd sjálfsforræði sínu. Kannski finna Seyðfirðingar nú ríkari þörf en nokkurn tíma áður, að verja það, sem þeim er kærast, að verja undurfagra náttúru Seyðisfjarðar, og koma í veg fyrir, að hún verði afskræmd af mannavöldum, - til viðbótar við afskræmingu skriðufallanna Norskir auðmenn og austfirðsk handbendi þeirra vilja dreifa þrem firnalöngum seríum af flotkvíum til laxeldis í endilangan Seyðisfjörð. 80% íbúanna vilja ekki þessi mannvirki í fjörðinn sinn. Sveitarstjórnarfulltrúar frá Djúpavogi og Héraði leyfa ekki að Seyðfirðingar fái að hafa vit fyrir sér sjálfir. Þeir kusu að svipta þá sjálfsforræði sínu með atkvæðagreiðslu, sem fór þvert gegn vilja 80% íbúanna. Í undrun spyr maður, er þessu fólki í sveitarstjórninni sjálfrátt. Eða handbendi annarra? Það hikar ekki við að svipta Seyðfirðinga sjálfsforræði sínu. Dýrmætasta rétti hverrar manneskju.Dýrmætasta rétti mannlegra samskifta. Einstaklinga, sveitarfélaga og þjóða. Ég er sannfærður um að þessi framkoma fulltrúa í bæjarstjórn Múlaþings er í andstöðu við skoðun almennings á Austfjörðum um sómasamleg samskipti fólks. Ég bið sveitarstjórnina að endurskoða atkvæðagreiðsluna, um að svipta Seyðfirðinga sjálfsákvörðunarrétti og afsanna þá um leið dónaleg gífuryrði mín í yfirskriftinni á þessari grein. Höfundur er rafvirkjameistari. Skýringar: Lubbamenni, merkir m.a. ódrenglyndur maður. Lúðulaki, merkir m.a. ræfill. Handbendi, merkir m.a. viljalaus undirlægja.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun