Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson skrifar 5. júní 2025 10:15 4.júní 2025 markaði stór tímamót fyrir okkur í Suðurnesjabæ, því þá opnaði ný heilsugæsla í Vörðunni í Suðurnesjabæ. Þetta er árangur sem margir hafa beðið eftir lengi og sannar að samvinna, staðfesta og skýr forgangsröðun skilar raunverulegum árangri fyrir samfélagið okkar. Frá fyrsta degi höfum við í Framsóknarflokknum barist fyrir því að bæta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Okkar sýn hefur verið skýr: Fólk á rétt á góðri þjónustu, sama hvar það býr. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 hófum við tafarlaust samtal við Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sem og þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi. Þau tóku vel í málið og sýndu því þann skilning sem það átti skilið, meðal annars með þingsályktunum. Það samtal leiddi til viljayfirlýsingar sem var undirrituð 30. ágúst 2024 af þáverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni. Þar var markmið okkar skýrt: að opna nýja heilsugæslu fyrir 1. maí 2025. Þótt opnunin drægist um skamman tíma, var markmiðinu í raun náð – því nú í júní 2025 er heilsugæslan opin og tilbúin að veita íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er staðföst trú mín að samtal á milli sveitarstjórnarmanna, þingmanna og ráðherra skipti gríðarlega miklu máli. Við, sem störfum í sveitarstjórn, erum í nánum tengslum við byggðarkjarnana og þekkjum þarfir heimafólks betur en margir. Þess vegna er mikilvægt að við miðlum því sjónarhorni áfram inn í landsmálin – svo allir rói í sömu átt. Ég vil líka sérstaklega þakka þeim sem hafa staðið með okkur í þessu mikilvæga verkefni: þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins fyrir öfluga liðveislu og skilning, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir faglega og drífandi forystu, og Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, fyrir eindreginn stuðning. Allt þetta fólk lagði sitt af mörkum til að verkefnið gæti raungerst með skjótum hætti. Stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum undirstrikar vel þá sýn sem við höfum haldið á lofti: „Heilbrigðiskerfið er hornsteinn samfélagsins og byggir undir hagsæld þjóðarinnar. Framsókn leggur áherslu á að tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að öflugri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu.“ Með opnun heilsugæslunnar í Vörðunni í Suðurnesjabæ erum við að sjá þessa stefnu verða að veruleika. Þetta er ekki bara sigur fyrir Framsókn – þetta er sigur fyrir allt samfélagið okkar í Suðurnesjabæ. Við í Framsókn trúum á samvinnu, ábyrgð og árangur. Og við munum halda áfram að vinna af heilindum fyrir bæjarbúa – því verkefnin eru fleiri og framtíðin björt þegar við vinnum saman. Til hamingju með þennan áfanga, kæru íbúar Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
4.júní 2025 markaði stór tímamót fyrir okkur í Suðurnesjabæ, því þá opnaði ný heilsugæsla í Vörðunni í Suðurnesjabæ. Þetta er árangur sem margir hafa beðið eftir lengi og sannar að samvinna, staðfesta og skýr forgangsröðun skilar raunverulegum árangri fyrir samfélagið okkar. Frá fyrsta degi höfum við í Framsóknarflokknum barist fyrir því að bæta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Okkar sýn hefur verið skýr: Fólk á rétt á góðri þjónustu, sama hvar það býr. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 hófum við tafarlaust samtal við Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sem og þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi. Þau tóku vel í málið og sýndu því þann skilning sem það átti skilið, meðal annars með þingsályktunum. Það samtal leiddi til viljayfirlýsingar sem var undirrituð 30. ágúst 2024 af þáverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni. Þar var markmið okkar skýrt: að opna nýja heilsugæslu fyrir 1. maí 2025. Þótt opnunin drægist um skamman tíma, var markmiðinu í raun náð – því nú í júní 2025 er heilsugæslan opin og tilbúin að veita íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er staðföst trú mín að samtal á milli sveitarstjórnarmanna, þingmanna og ráðherra skipti gríðarlega miklu máli. Við, sem störfum í sveitarstjórn, erum í nánum tengslum við byggðarkjarnana og þekkjum þarfir heimafólks betur en margir. Þess vegna er mikilvægt að við miðlum því sjónarhorni áfram inn í landsmálin – svo allir rói í sömu átt. Ég vil líka sérstaklega þakka þeim sem hafa staðið með okkur í þessu mikilvæga verkefni: þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins fyrir öfluga liðveislu og skilning, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir faglega og drífandi forystu, og Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, fyrir eindreginn stuðning. Allt þetta fólk lagði sitt af mörkum til að verkefnið gæti raungerst með skjótum hætti. Stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum undirstrikar vel þá sýn sem við höfum haldið á lofti: „Heilbrigðiskerfið er hornsteinn samfélagsins og byggir undir hagsæld þjóðarinnar. Framsókn leggur áherslu á að tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að öflugri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu.“ Með opnun heilsugæslunnar í Vörðunni í Suðurnesjabæ erum við að sjá þessa stefnu verða að veruleika. Þetta er ekki bara sigur fyrir Framsókn – þetta er sigur fyrir allt samfélagið okkar í Suðurnesjabæ. Við í Framsókn trúum á samvinnu, ábyrgð og árangur. Og við munum halda áfram að vinna af heilindum fyrir bæjarbúa – því verkefnin eru fleiri og framtíðin björt þegar við vinnum saman. Til hamingju með þennan áfanga, kæru íbúar Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun