Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 13:00 Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsugæsla Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun