
Tækni

Leggja mikið kapp á að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar
Geimvísindastofnanir Evrópu (ESA) og Bandaríkjanna (NASA) opinberuðu nýverið áætlun sem snýr að því að sækja jarðsýni til Mars og flytja til jarðarinnar. Vélmennið Perseverance, sem lenti á Mars í fyrra, er þegar byrjað að bora eftir jarðsýnum.

Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi.

Skilur þú skilaboðin?: Nenna ekki að skrifa nenna
Í Íslandi í dag á miðvikudag var fjallað um stöðu tungumálsins í ýmsu tilliti. Á meðal dagskrárliða voru skammstafanir í smáskilaboðum ungmenna sem grafnar höfðu verið upp á TikTok.

Myndavélar í sjálfsafgreiðslukössum sporna gegn þjófnaði
Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana.

Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma
Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í.

Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins
Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum.

Artemis-1 loks á leið til tunglsins
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins.

Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð
Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B.

Íslendingar á Tinder: Konur upplifa meiri skömm en karlar
„Kannski þegar maður var að byrja var einhver skömm, og þegar forritið var nýtt, en núna eru bara allir á þessu sem eru á lausu og þetta orðið bara normalíserað,“ segir íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem notar stefnumótaforritið Tinder reglulega.

Ætla að hafa upp á metanstórlosendum með gervihnöttum
Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu.

Næst á dagskrá: Ævintýri
Apple Watch Ultra er ævintýralegt snjallúr hannað með jaðaríþróttir í huga, byggt á nýrri hönnun og ótrúlegum eiginleikum.

Kominn tími á harðan pakka?
Það er mikilvægt verkefni fyrir stjórnendur og mannauðsdeildir fyrirtækja að finna jólagjöf sem hittir í mark hjá starfsfólki sínu. Flest fyrirtæki vilja vera viss um að gjöfin henti sem flestum og komi þakklæti til skila fyrir vel unnin störf.

Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu
Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki.

Heimilistæki og Tölvulistinn 90 ára!
Um helgina fagna Heimilistæki og Tölvulistinn, 60 og 30 ára afmæli eða samtals 90 árum.

Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation á leiðinni
Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation koma á markað í febrúar á næsta ári. Gleraugun munu kosta tæpar áttatíu þúsund krónur.

Tímamót í tölfræði fyrir verslun og þjónustu
Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt.

Hagnaður Meta dróst saman um helming
Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár.

Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower
Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

„Það væri náttúrulega bara stórslys“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

iPad 10 í lit, iPad Pro með M2 og nýtt Apple TV
Tíunda kynslóð iPad fær litríka og stóra uppfærslu. iPad 10 spjaldtölvan fær stærri 10,9” skjá með rúnuð horn án þess að stækka, hraðvirkan fingrafaralesa á hliðinni sem fer minna fyrir, vel staðsetta 12 megadíla fremri myndavél sem hentar betur fyrir myndsamtöl og A14 Bionic örgjörva sem eykur afköst án þess að draga úr rafhlöðuendingu. iPad 10 fær öflugra þráðlaust samband og styður nú bæði 5G og WiFi 6.

WhatsApp lá niðri á heimsvísu tímabundið
Samskiptaforritið WhatsApp liggur niðri á heimsvísu. Um tveir milljarðar manns nota forritið daglega.


Sími barna, netið og foreldrahlutverkið
Hömrum járnið á meðan það er heitt. Bendum foreldrum á skyldu sína að ala upp barnið sitt, fylgjast með umferð þess í síma og á samfélagsmiðlum.

Bein útsending: Dagur verkfræðinnar
Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan.

Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga
Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Svört sem miðnætti og miklu hraðari
Alveg endurhönnuð MacBook Air.

Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga

„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur
Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku.

Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta
Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika.

Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika
Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta.