Hlutabréf í Apple falla vegna fregna af iPhone-banni í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 08:46 Opinberir starfsmenn í Kína mega ekki lengur nota iPhone í vinnunni né í tengslum við vinnuna. epa/Wu Hao Hlutabréf í Apple hafa fallið um sex prósent, næstum 200 milljarða dala, á aðeins tveimur dögum. Ástæðan eru fregnir af því að stjórnvöld í Kína hafi bannað opinberum starfsmönnum að nota iPhone. Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara. Kína Apple Tækni Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara.
Kína Apple Tækni Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira