Börn hafi engin not fyrir farsíma í skólanum Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2023 14:01 Hermundur segir síma geta verið skaðvalda í grunnskólum. Stöð 2/Egill Prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fagnar því að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna leggi til allsherjarbann við farsímanotkun nemenda í skólum. Greint var frá því um helgina að UNESCO, Menningarmálstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum. Eitt af hverju fjórum ríkjum heims bannar nú þegar notkun símanna. Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. Geti verið of mikil áskorun fyrir börn Þessu kveðst Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við háskólann í Þrándheimi í Noregi fagna innilega. „Málið er að þú þarft ekki þennan síma þinn í skólanum. Þessi sími er bara mjög sterk tölva, þannig að það er ekkert eðlilegt að krakki frá sex til kannski fjórtán ára sé með sterka tölvu í vasanum allan daginn. Og geti komist inn á hvaða síður sem hann vill. Það getur verið meiri áskorun fyrir barnið að ráða við slíkt tæki en það er í standi til,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Mikilvægt að hlusta á vísindamenn Þá segir Hermundur að mikilvægt sé að setja vísindin í fyrsta sæti þegar kemur að menntun barna og hvetur stjórnvöld hér á landi til þess að taka mark á skýrslu Unesco, enda sé hún byggð á haldbærum og áreiðanlegum gögnum. „Það sem maður er að sjá núna og fræðimenn eru að benda á núna er að þeir eru ekki að sjá, og þess vegna banna þeir símana, að þeir hafa ekki þetta námsgildi fyrir krakkana í skólunum. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmyndina þeirra, að hún verði verri, þetta getur haft áhrif á andlega heilsu, skapað kvíða og önnur vandamál og þetta getur skapað svefnvanadmál, ef horft er á símana í heild.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. 5. júlí 2018 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Greint var frá því um helgina að UNESCO, Menningarmálstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum. Eitt af hverju fjórum ríkjum heims bannar nú þegar notkun símanna. Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. Geti verið of mikil áskorun fyrir börn Þessu kveðst Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við háskólann í Þrándheimi í Noregi fagna innilega. „Málið er að þú þarft ekki þennan síma þinn í skólanum. Þessi sími er bara mjög sterk tölva, þannig að það er ekkert eðlilegt að krakki frá sex til kannski fjórtán ára sé með sterka tölvu í vasanum allan daginn. Og geti komist inn á hvaða síður sem hann vill. Það getur verið meiri áskorun fyrir barnið að ráða við slíkt tæki en það er í standi til,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Mikilvægt að hlusta á vísindamenn Þá segir Hermundur að mikilvægt sé að setja vísindin í fyrsta sæti þegar kemur að menntun barna og hvetur stjórnvöld hér á landi til þess að taka mark á skýrslu Unesco, enda sé hún byggð á haldbærum og áreiðanlegum gögnum. „Það sem maður er að sjá núna og fræðimenn eru að benda á núna er að þeir eru ekki að sjá, og þess vegna banna þeir símana, að þeir hafa ekki þetta námsgildi fyrir krakkana í skólunum. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmyndina þeirra, að hún verði verri, þetta getur haft áhrif á andlega heilsu, skapað kvíða og önnur vandamál og þetta getur skapað svefnvanadmál, ef horft er á símana í heild.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. 5. júlí 2018 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. 5. júlí 2018 07:00