EM 2022 í handbolta

Fleiri frídagar á EM í handbolta
Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld.

„Hann kveikir í öllu“
Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun.

(Líf)línumaðurinn frá Eyjum
Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag.

Ekki gerst hjá Frökkum í tuttugu og fimm ár
Franska landsliðið í handbolta kemur ekki á fljúgandi siglingu inn á HM í Egyptalandi en úrslit þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska.

Sigurinn glæsti í gær gæti losað strákana okkar við Frakka eða Dani
Með hinum frábæra 32-23 sigri á Portúgal í gær fór Ísland langt með að tryggja sér sæti á EM í handbolta í janúar að ári liðnu. Sigurinn gefur liðinu líka betri möguleika á mótinu sjálfu.

Þakklátur fjölskyldunni fyrir stuðninginn
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fer með íslenska landsliðinu til Egyptalands í dag á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að hafa misst af útileiknum gegn Portúgal á dögunum.

Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi
„Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM.

Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur
„Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands.

Engir áhorfendur á HM
Engir áhorfendur verða á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi frá 13. janúar.

Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning
Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4.

Alexander ekki með: Björgvin, Elliði og Kristján Örn koma inn
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur gert þrjár breytingar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Portúgal öðru sinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.

„Undarlegasti aðdragandi að stórmóti sem ég hef upplifað“
Ísland tapaði fyrir Portúgal í undankeppni EM 2022 síðasta miðvikudag. Liðin mætast aftur í dag í seinni leiknum. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var í viðtali.

„Neyðarlið“ Noregs skellti Hvít-Rússum
Til þess að trufla ekki undirbúning sinn fyrir HM í Egyptalandi tefldu Norðmenn fram varaliði í leikjum sínum við Hvíta-Rússland í undankeppni EM í handbolta.

Alexander fékk ekki heilahristing en óvíst hvort hann verði með á sunnudaginn
Ekki liggur enn fyrir hvort Alexander Petersson geti leikið með íslenska handboltalandsliðinu gegn því portúgalska á Ásvöllum í undankeppni EM 2022 á sunnudaginn.

Fullt af vítaskyttum í íslenska liðinu en vítin voru samt til vandræða í gær
Íslenska landsliðið þarf að nýta betur vítin sín í næstu leikjum sínum og á HM í Egyptalandi. Það ættu að vera nóg af vítaskyttum í íslenska liðinu.

Ekkert mark frá íslensku línumönnunum
Línumenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu ekki mark í tapinu fyrir Portúgal, 26-24, í undankeppni EM 2022 í gær. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði eina mark íslenska liðsins af línu í leiknum.

Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu
„Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst.

Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm
Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær.

Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld.

Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos
Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld.