EM 2022 í handbolta

Guðmundur valdi engan úr íslensku liði
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta.

Taka leiguflug frá Ísrael til Litáens og spila leikina þrjá á sex dögum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta neyðist til að spila síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM í þremur löndum á sex dögum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur nú staðfest þá ákvörðun sína.

„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“
„Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum.

Rosalegt flautu-sirkusmark tryggði lærisveinum Erlings sigur
Holland vann eins nauman eins marks sigur á Póllandi í undankeppni EM í handbolta og hægt er. Lokatölur 27-26 en Holland skoraði eitt svakalegasta sigur-sirkusmark sem hefur sést. Markið má sjá hér að neðan.

Fengu þrjár milljónir króna fyrir sigurinn á heimsmeisturunum
Það kom mörgum í opna skjöldu er Norður Makedónía gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Dana, 33-29, í undankeppni EM í Norður Makedóníu í gærkvöldi.

Vann heims- og Ólympíumeistarana í fyrsta leiknum sem spilandi landsliðsþjálfari
Kiril Lazarov hefði ekki getað byrjað feril sinn sem þjálfari norður-makedónska handboltalandsliðsins betur en Norður-Makedónía sigraði heims- og Ólympíumeistara Danmerkur, 33-29, í undankeppni EM 2022 í gær.

Strákarnir okkar ekki til Ísraels að sinni
Það verður einhver bið á því að íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggi sér endanlega farseðilinn á næsta Evrópumót en leik liðsins við Ísrael í undankeppninni hefur verið frestað.

Alfredo Quintana látinn
Alfredo Quintana, landsliðsmarkvörður Portúgals, er látinn. Porto tilkynnti um andlát hans í dag. Quintana var 32 ára.

Aron aftur með landsliðinu en enginn úr Olís-deildinni
Aron Pálmarsson kemur aftur inn í íslenska handboltalandsliðið sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2022 í næsta mánuði. Enginn leikmaður úr Olís-deildinni er í íslenska hópnum.

Berst fyrir lífi sínu eftir hjartastopp á æfingu
Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn Alfredo Quintana, sem Íslendingar fengu að kynnast svo vel í janúar, fékk hjartastopp á handboltaæfingu með Porto í gær.

HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári.

Fleiri frídagar á EM í handbolta
Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld.

„Hann kveikir í öllu“
Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun.

(Líf)línumaðurinn frá Eyjum
Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag.

Ekki gerst hjá Frökkum í tuttugu og fimm ár
Franska landsliðið í handbolta kemur ekki á fljúgandi siglingu inn á HM í Egyptalandi en úrslit þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska.

Sigurinn glæsti í gær gæti losað strákana okkar við Frakka eða Dani
Með hinum frábæra 32-23 sigri á Portúgal í gær fór Ísland langt með að tryggja sér sæti á EM í handbolta í janúar að ári liðnu. Sigurinn gefur liðinu líka betri möguleika á mótinu sjálfu.

Þakklátur fjölskyldunni fyrir stuðninginn
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fer með íslenska landsliðinu til Egyptalands í dag á heimsmeistaramótið í handbolta eftir að hafa misst af útileiknum gegn Portúgal á dögunum.

Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi
„Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM.

Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur
„Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands.

Engir áhorfendur á HM
Engir áhorfendur verða á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi frá 13. janúar.