Evrópumeistarinn laus úr haldi lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Benoit Kounkoud spilaði fimm leiki fyrir Frakka á EM, meðal annars gegn Íslandi. Getty/Federico Gambarini Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað. Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31