Handbolti

Reistad og Gidsel valin besta handboltafólk í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Verðlaunahafarnir fjórir í ár.  Lena Grandveau, Henny Reistad, Mathias Gidsel og Elias Ellefsen á Skipagøtu.
Verðlaunahafarnir fjórir í ár.  Lena Grandveau, Henny Reistad, Mathias Gidsel og Elias Ellefsen á Skipagøtu. @ihfworldhandball

Norska handboltakonan Henny Reistad og danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel voru valin besta handboltafólk heims í dag af Alþjóða handboltasambandinu.

Reistad er sjöunda norska handboltakonan sem nær því að vera besta handboltakona heims en áður höfðu þær Trine Haltvik, Cecilie Leganger, Gro Hammerseng, Linn-Kristin Riegelhuth, Heidi Løke og Stine Bredal Oftedal fengið þessi verðlaun hjá IHF.

Reistad hefur verið lykilleikmaður norska landsliðsins undanfarin ár og blómstraði eftir að Þórir Hergeirsson setti hana í stærra hlutverk. Reistad var valin mikilvægasti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts þar sem norsku stelpurnar urðu í öðru sæti.

Reistad var bæði markahæst á HM sem og í Meistaradeildinni þar sem hún spilar með danska félaginu Esbjerg.

Gidsel varð markakóngur á HM 2023 og vann Evrópudeildina með þýska félaginu Füchse Berlin.

Gidsel er þriðji Daninn til að vera valinn sá besti í heimi en áður höfðu þeir Mikkel Hansen og Niklas Landin fengið þessi verðlaun.

Gidsel var tilnefndur ásamt þýska markverðinum Andreas Wolff og franska línumanninum Ludovic Fabregas sem endaði í öðru sæti.

Hin franska Lena Grandveau var valin besta unga handboltakona heims en hjá strákunum fékk Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu sömu verðlaun.

Hér má lesa meira um verðlaunahafana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×