„Svona er lífið, sem betur fer“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 11:00 Arnar er með örlítið breyttan hóp í höndunum frá HM í desember. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna. Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira