„Svona er lífið, sem betur fer“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 11:00 Arnar er með örlítið breyttan hóp í höndunum frá HM í desember. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna. Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins frá því að það fagnaði sigri í Forsetabikarnum á HM í handbolta í desember. Arnar segist hafa legið yfir leikjum liðsins síðan en tíminn sé naumur til að fara djúpt í hlutina í stuttum landsliðsglugga. „Við höfum nýtt hann til að draga eins mikinn lærdóm af þessu móti eins og við getum. Við höfum svo sem ekkert mikinn tíma núna til að velta okkur upp úr því hvað við vorum að gera á parketinu, en notum páskatörnina betur í það,“ segir Arnar. Klippa: Svona er lífið, sem betur fer Þarf að huga að miðjumannsstöðunni Eftir áramótin bárust þau tíðindi að Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi liðsins, væri ólétt. Hún er annar leikstjórnandinn á stuttum tíma sem dettur út vegna barneigna, á eftir Rut Jónsdóttur. Arnar þarf því öðru sinni að gera breytingu í leikstjórnandastöðunni. „Maður þarf kannski að fara að hugsa hverja maður setur á miðjuna,“ segir Arnar og hlær. „Auðvitað er þetta eins og þetta er. Maður saknar þess að hafa þær ekki með en samgleðst þeim á sama tíma. Svona er lífið, sem betur fer, og ekkert við því að gera eða segja.“ Þrjár frá í útilínunni Sandra er ein þriggja atvinnumanna sem er frá í komandi verkefni, auk þeirra Andreu Jacobsen og Díönu Daggar Magnúsdóttur sem eru báðar meiddar. Það vantar því þrjá lykilmenn úr útilínu Íslands, sem léku stóra rullu á HM í lok síðasta árs. Arnar vonast til að yngri leikmenn taki við keflinu gegn Svíum. „Við sem betur fer erum búnir að vita af því í smá tíma og höfum verið að hugsa hvernig við ætlum að gera þetta. Það koma þarna inn spennandi leikmenn, ungar stelpur sem ég hlakka til að sjá gegn þessu gríðarsterka liði sem við erum að mæta. Það er ekkert slæmt að stökkva út í djúpu laugina og takast á við þetta verkefni. Ég hlakka svolítið til,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn