Handbolti

Svíar tóku bronsið

Dagur Lárusson skrifar
Andreas Palicka fór á kostum.
Andreas Palicka fór á kostum. Vísir/Getty

Svíþjóð tryggði sér bronsið í leiknum um þriðja sætið gegn Alfreð Gíslasyni og læirsveinum hans á Evrópumeistaramótinu nú rétt í þessu.

Svíar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitunum á föstudaginn eftir mikla dramatík þar sem Frakkland virtist skora ólöglegt mark til þess að tryggja framlengingu. Þjóðverjar töpuðu hins vegar fyrir Heimsmeisturum Dana.

Svíar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en eftir fimm mínútur var staðan 4-2 og Andreas Palicka að byrja vel í marki Svía. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum náði Svíþjóð sínu stærsta forskoti þegar staðan 14-7.

Alfreð og lærisveinar hans náðu að laga stöðuna örlítið áður en hálfleikurinn tók við en þá var staðan 18-12.

Svíþjóð náði að halda þriggja til fjögurra marka forystu eftir upphafsmínútur seinni hálfleiksin þar til að um sex mínútur voru eftir en þá skoruðu Þjóðverjar þrjú mörk í röð og gerðu lokamínúturnar æsispenanndi. Staðan orðin 30-29 og sex mínútur eftir.

Þjóðverjar náðu þó ekki að láta kné fylgja kviði og náðu Svíar því aftur tökum á leiknum og unnu að lokum með þremur mörku. Lokatölur 34-31 og því er það Svíþjóð sem fær bronsið.

Felix Claar var markahæstur hjá Svíþjóð með átta mörk og Renars Uscins var markahæstur hjá Þýskalandi en hann skoraði einnig átta mörk. Maður leiksins var þó klárlega Andrea Palicka en hann lokaði markinu hjá Svíum eins og svo oft áður en hér fyrir neðan má sjá brot úr leiknum þar sem hann varði meistaralega sitt nítjánda skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×