Handbolti

Ung­verjar tryggðu sér fimmta sætið á EM eftir endur­komu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungverjar fagna sigri í leikslok en þeir unnu lokakafla leiksins 3-0.
Ungverjar fagna sigri í leikslok en þeir unnu lokakafla leiksins 3-0. Getty/Christof Koepsel

Ungverjaland, lið sem var með íslenska landsliðinu í riðli, tryggði sér fimmta sætið á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi með eins marks sigri á Slóvenum, 23-22, í leiknum um fimmta sætið.

Slóvenar voru í góðum málum og tveimur mörkum yfir, 22-20, þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Ungverska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins tryggði sér sigurinn.

Bendegúz Bóka skoraði sigurmarkið úr vítakasti 90 sekúndum fyrir leikslok en þetta var áttunda víti Ungverja í leiknum. Hann hafði einnig jafnað metin úr víti skömmu áður.

Bence Bánhidi og Máté Lékai voru markahæstir hjá Ungverjum með fimm mörk hvor. Blaz Blagotinsek, Miha Zarabec og Aleks Vlah skoruðu allir fjögur mörk fyrir Slóvena.

Klemen Ferlin, markvörður Ungverja, varði 11 skot og var valinn maður leiksins.

Seinna í kvöld fara fram undanúrslitaleikir keppninnar þar sem Frakkar mæta Svíum og Danir spila við Þjóðverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×