Segir æðislegt að fá Aron til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Bjarki Már Elísson vonast eftir því að sjá marga í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld í undankeppni EM 2026. Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Bjarki Már ræddi komandi leiki við Val Pál Eiríksson fyrir æfingu liðsins í vikunni. „Við komum alltaf vel stefndir inn í landsliðið. Það er regla í hópnum. Við ætlum í fyrsta lagi að vinna þessa leiki og svo bara að reyna að nýta æfingarnar og leikina sem undirbúning fyrir janúar,“ sagði Bjarki. Íslenska landsliðið spilar á heimsmeistaramótinu í janúar. Þetta er ákveðin núllstilling Bjarki kvartar ekki yfir því að þurfa að koma heim í íslenska veðrið. „Veðrið skiptir engu máli. Það er gott að koma og hitta strákana og teymið. Það er bara frískandi á svona löngu og ströngu tímabili. Þetta er ákveðin núllstilling og það er alltaf gaman,“ sagði Bjarki. Bjarki Már spilar með ungverska stórliðinu Veszprém. Hvernig hefur gengið þar síðustu vikur? „Liðinu hefur gengið mjög vel. Við töpuðum einum leik en annars höfðum við unnið alla hina. Það hefur gengið mjög vel og ég hef yfir engu að kvarta. Komnir með Aron núna í liðið þannig að það er létt yfir þessu,“ sagði Bjarki. Keppnin sem Veszprém stefnir á að vinna Veszprém hefur verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni. „Það er keppnin sem við í Veszprém stefnum á að vinna. Við höfum lagt mikla áherslu á hana. Það kom þarna einn skellur á móti Sporting en svo höfum við bara unnið okkar leiki. Menn eru bjartir en á sama tíma einbeittir,“ sagði Bjarki. Hann er mjög góður vinur minn Bjarki og Aron hafa verið herbergisfélagar hjá landsliðinu og eru núna liðfélagar hjá félagsliði. „Það er æðislegt. Hann er mjög góður vinur minn. Þegar þú býrð í Ungverjalandi, mállaus og svona. Þá er gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í og spjallað við,“ sagði Bjarki. Var Aron í sambandi við hann á meðan hann var að taka ákvörðun um að yfirgefa FH og fara aftur út? „Já við vorum í sambandi. Bara um hvernig staðan á þessu væri. Ég vissi af þessu svolítið áður. Bara líka upp á það að skipuleggja þetta, sérstaklega eftir að þetta var komið í höfn,“ sagði Bjarki. Ekki hægt að læra ungverskuna Það hefur samt ekkert gengið hjá Bjarka að læra ungverskuna þrátt fyrir að hann hafi spilað í landinu í tvö ár. „Nei, það er ekki hægt. Dóttir mín er búin að læra þetta. Ég hef reynt en þetta er ekki sjens. Ég er búin að komast að því,“ sagði Bjarki. Íslenska liðið mætir Bosníu og Georgíu í þessum tveimur leikjum. Eru þetta skyldusigrar? „Ég veit það ekki hvað má kalla þetta. Við ætlum okkur að vinna leikinn á miðvikudaginn [í kvöld]. Byrja á því en svo ætlum við að taka leikinn úti líka. Skyldusigrar eða hvað sem menn vilja kalla þetta. Við ætlum að vinna þá,“ sagði Bjarki. „Við viljum fá sem flesta í Höllina til að koma og styðja okkur og við ætlum að reyna að skila einhverju til baka,“ sagði Bjarki en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Gott að fá einn Íslending til að geta tuðað í
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira