Handbolti

Ís­lenskur læknir kom til bjargar þegar á­horf­andi hneig niður í bronsleiknum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Áhorfandi á leik Svíþjóðar og Þýskalands hneig niður meðan á leik stóð.
Áhorfandi á leik Svíþjóðar og Þýskalands hneig niður meðan á leik stóð. Tom Weller/picture alliance via Getty Images

Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og liðslæknir sænska handboltalandsliðsins, kom ítölskum áhorfanda til bjargar sem hneig niður á leik Svíþjóðar og Þýskalands í dag. 

Svíþjóð og Þýskaland léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu í handbolta fyrr í dag. Svíar hrepptu hnossið gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, lokatölur 34-31. 

Leikurinn var stöðvaður í langan tíma í fyrri hálfleik meðan hugað var að áhorfanda sem hafði hnigið niður. Liðslæknar beggja liða voru fljótir að bregðast við og komu honum til aðstoðar. 

Arnar Sigurðsson er liðslæknir Svíþjóðar, hann gekk af vettvangi sæll á svip og faðmaði þýska liðslækninn. Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu eins og það birtist í sjónvarpi. 


Tengdar fréttir

Svíar tóku bronsið

Svíþjóð tryggði sér bronsið í leiknum um þriðja sætið gegn Alfreð Gíslasyni og læirsveinum hans á Evrópumeistaramótinu nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×