

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Fótboltinn er í fyrirrúmi en við sýnum frá leikjum í Keflavík, Lundúnum, Búdapest San Sebastian og úthverfum Madríd á Spáni.
Afturelding gerði jafntefli við Augnablik á heimavelli í Lengjudeild kvenna. ÍA sendi Fjölni niður í 2. deild og Keflvík valtaði yfir Víking Reykjavík.
Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær.
Stjarnan vann dramatískan sigur í fimm marka leik þegar Garðbæingar heimsóttu HK-inga í Pepsi Max deildinni í kvöld.
Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag.
Arnar Gunnlaugsson var mjög sáttur með spilamennsku sinna manna er Víkingur náði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í dag. Honum fannst lið sitt spila frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að það vantaði fjölda sterkra leikmanna en hann vill þó fækka mistökum.
Þróttur Vogum hafði betur gegn Kórdrengjunum í 19. umferð 2. deildar karla. Lokatölur 1-0 í Vogunum.
Ágúst Gylfason var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu en komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli.
KR og Grótta gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðanna í deildarkeppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Nýliðarnir með óvænt stig á útivelli gegn Íslandsmeisturunum.
Upp úr sauð eftir leik í 2. flokki karla í fótbolta á Leiknisvelli á sunnudaginn og kalla þurfti til lögreglu.
Það stefnir í æsispennandi lokaumferðir í annarri deild karla eftir úrslit dagsins.
Arnar var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK. Hann segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig.
Áhorfendur hafa verið leyfðir á ný á leikjum á vegum Knattspyrnusambands Íslands.
Þremur leikjum er lokið í 8-liða úrslitum úrslitakeppni 4. deildar karla.
Tindastóll er í ansi vænlegri stöðu í Lengjudeild kvenna er fjórar umferðir eru eftir af deildinni eftir 2-0 sigur á ÍA í dag.
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Augnablik vann góðan 3-1 sigur á Víking. Keflavík vann Gróttu 3-2 á útivelli.
Körfuknattleiksdeild KR hefur staðfest að þeir Ante Gospic og Ty Sabin muni leika með liðinu í Dominos-deild karla í vetur.
Fyrrverandi atvinnu- og landsliðskonan í fótbolta, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, er að ljúka doktorsprófi í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands og ver doktorsritgerð sína næsta föstudag.
Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk.
Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með 1-0 tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika í kvöld.
Jafntefli var niðurstaðan í báðum leikjum leikjum dagsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þar með toppslag deildarinnar sem fram fór í Keflavík.
Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik.
Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag.
Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október.
Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. Hann gaf ekki mikið fyrir gjamm og gól Skagamanna.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Lettlandi í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag. Við sýnum einnig toppslag í Lengjudeild karla í fótbolta, leik í Olís deild karla í handbolta og leik í enska deildarbikarnum.
Botnbaráttan í Lengjudeildinni harðnar með hverri umferðinni en Þróttur Reykjavík og Víkingur Ólafsvík töpuðu bæði í kvöld.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins.
Við bjóðum upp á allskyns fótbolta á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag.
Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu gætu verið í basli ef liðið kemst áfram í Evrópudeildinni og fær ekki undanþágu verðandi sóttkví í kjölfarið.