Besta deild karla

Fréttamynd

Óli Baldur: Svona móment koma örsjaldan

"Þetta eru bara svona móment sem koma örsjaldan, nánast aldrei. Ég sneri baki í markið. Það kom hár bolti á mig og það var ekki mikið annað sem ég gat gert," sagði Óli Baldur Bjarnason leikmaður Grindavíkur. Hann tryggði sínum mönnum stig gegn KR í kvöld með sannkölluðu draumamarki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Metið skiptir engu máli núna

Tryggvi Guðmundsson jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild í kvöld er hann skoraði seinna mark ÍBV í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Tryggvi gat ekki fagnað metinu í kvöld enda hundfúll að hafa tapað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Háspennu jafntefli í Krikanum

Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: KR á toppinn þrátt fyrir jafntefli

KR og Grindavík skildu jöfn 1-1 í skemmtilegum leik í Frostaskjólinu í kvöld. Bæði lið áttu fjölda marktilrauna en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Óli Baldur Bjarnason reyndist hetja Grindvíkinga en hann jafnaði metin með hjólhestaspyrnu seint í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Heimir tefldi djarft og tapaði

Stjörnumenn skutu Eyjamenn niður úr toppsæti Pepsi-deildarinnar í kvöld er þeir unnu góðan 3-2 sigur á teppinu. Stjarnan því enn í baráttunni um Evrópusæti en Eyjamenn verða að vinna KR á sunnudag til að halda alvöru lífi í titilvonum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Valsmenn felldu Víkinga niður um deild

Valsmenn felldu Víkinga niður um deild í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 1-0 í Fossvoginum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í raun magnað að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, gerði mark gestanna.Valur réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum og fengu heldur betur færin til að skora fleiri mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll

ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil ætli það að fá keppnisleyfi á vellinum fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Höfuðborgarsvæðið helsta vígi ÍBV

Það verður mikið um að vera í Pepsi-deild karla í kvöld þegar 19. umferðin fer öll fram. Spennan jókst bæði á toppi og botni um síðustu helgi, þar sem Eyjamenn tóku meðal annars toppsætið af KR-ingum með góðri hjálp frá FH. Augu margra verða á leik Stjörnunnar og ÍBV í Garðabænum, enda verður spennandi að sjá hvernig Eyjaliðið ræður við pressuna sem fylgir því að sitja í toppsætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Töpuð stig hjá toppliðunum: Mikill munur á KR og ÍBV

Þrjú lið eiga raunhæfa möguleika á því að verða Íslandsmeistarar í ár; ÍBV og KR eru í harðri baráttu um titilinn og FH á enn smá von. Það er athyglisvert að skoða á móti hvaða liðum þessi þrjú lið hafa tapað stigum miðað við hvernig tafla Pepsi-deildarinnar lítur út.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kaplakrikinn á að vera vígi

FH-ingar urðu fyrstir til að sigra KR í Pepsi-deild karla í sumar þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli um helgina. FH vann 2-1 sigur og skoraði Atli Guðnason fyrra mark Hafnfirðinga í leiknum en átti þess fyrir utan stóran þátt í öflugum sóknarleik FH. Hann er leikmaður 18. umferðarinnar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Aldrei þjálfað peninganna vegna

Það vakti að vonum mikla athygli á sunnudag þegar Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann myndi láta af þjálfun ÍBV-liðsins í lok tímabilsins. Það kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur ÍBV verið á stöðugri uppleið undir stjórn Heimis. Tímasetning tilkynningarinnar vekur einnig athygli en ÍBV er í blóðugri baráttu um Íslandmeistaratitilinn við KR.

Íslenski boltinn