Besta deild karla

Fréttamynd

McShane um Guðjón Þórðar: Versti þjálfarinn sem ég hef haft á ferlinum

Paul McShane úthúðar Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara Grindavíkur, í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag en Mcshane var ekki verið í náðinni hjá Guðjóni í sumar og fór til Aftureldingar í síðasta mánuði. Mcshane segir að Guðjón sé versti þjálfarinn sem hann hafi spilað fyrir á 18 ára ferli sínum en Víkurfréttir birti fésbókarfærslu McShane í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 16. umferð Pepsideildar karla.Allur þátturinn er aðgengilegur á Vísi.. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn með tveimur stórleikjum, þar sem Íslandmeistaralið KR sækir topplið FH heim, og á Akranesi tekur ÍA á móti Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rauða Ljónið var upphaflega kallað rauði tuddinn

Bjarni Felixson, fyrrum leikmaður KR og íslenska landsliðsins í fótbolta, á ótrúlega bikarsögu að baki sem leikmaður KR. Bjarni, sem er einn þekktasti íþróttafréttamaður Íslands, ræddi við Hjört Hjartarson í aðdraganda bikarúrslitaleiks KR og Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framarar stoppuðu stutt í fallsætinu - myndir

Framarar voru bara tæpan klukkutíma í fallsæti í kvöld því þeir komust þaðan aftur eftir dramatískan 3-2 sigur á Breiðbliki á Laugardalsvelli í kvöld. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sextán mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-2

Fylkir vann góðan sigur á Val 2-1 á útivelli í kvöld. Fylkir lék frábærlega í fyrri hálfleik og lagði það grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 2-0. Valur minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust til að jafna og því fór sem fór.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikar-Baldur hetja KR-inga

„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn þennan bikar og tilfinningin verður bara betri. Þetta venst aldrei og verður seint leiðinlegt," sagði Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark KR í 2-1 sigri á Stjörnunni í úrslitum Borgunar-bikarsins á laugardag sex mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikarmeistarar KR settu met - fyrstir til að vinna fimm lið úr efstu deild

KR-ingar urðu í gær bikarmeistarar karla í fótbolta annað árið í röð þegar þeir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræði- og sagnfræðingur KR-inga, hefur fundið það út að KR-liðið setti með því nýtt met og skrifaði hann frétt um það inn á KR-síðuna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Æfing hjá bikarmeisturum KR klukkan 11 í fyrramálið

Það er engin miskunn hjá Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, en nýkrýndir bikarmeistarar KR þurfa að mæta á æfingu klukkan 11 í fyrramálið. KR-strákarnir fá þó aðeins að fagna titlinum í kvöld en svo fer fókusinn á leikinn mikilvæga gegn FH á fimmtudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Verðskuldaður sigur

"Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra og ég fékk að taka þátt í ár þó það hafi verið tæpt. Ég meiddist á æfingu á fimmtudagskvöldið. Ég fékk krampatognum eins og það heitir. Ég var í sjúkraþjálfun í allan gærdag og í morgun hjá mjög hæfum mönnum sem komu mér í gegnum þetta og gerðu það að verkum að ég gat spilað. Fyrir leikinn ætlaði ég ekki að þora að skokka af stað ef ég fyndi of mikið til þannig að ég gæti ekki tekið þátt í leiknum. Sem betur fer hafðist það,“ sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR eftir bikarsigurinn á Stjörnunni í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar biðst afsökunar

"Ég biðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu og eyðilagt fyrir strákunum. Það hefði að minnsta kosti verið framlenging ef ég hefði nýtt það," sagði niðurbrotinn Garðar Jóhannsson framherji Stjörnunnar eftir tapið gegn KR í úrslitum bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grétar Sigfinnur ræðir um úrslitaleik Borgunarbikarsins

Grétar Sigfinnur Sigurðason, leikmaður KR, ræddi við Hjört Hjartarson gær um úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppninni gegn Stjörnunni sem fram fer í dag á Laugardalsvelli. Grétar segir að reynslan komi til með að skipta máli og að helmingslíkur eru á að hann verði leikfær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Barátta Bretanna um bikarinn

Þegar þeir Gary Martin og Mark Doninger yfirgáfu Akranes í síðasta mánuði voru þeir ekki vinsælustu mennirnir á Akranesi. Þeir höfðu heldur ekki farið leynt með þá skoðun sína að þeim leiddist upp á Skaga og þurftu breytingu á sínum högum. Hana fengu þeir og báðir hafa blómstrað með sínum nýju liðum. Annar hvor þeirra mun svo standa uppi sem bikarmeistari í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni er eini gullþjálfarinn

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, getur gert þriðja félagið að bikarmeisturum í dag þegar Stjarnan mætir KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Bjarni gerði Eyjamenn að bikarmeisturum 1998 og Fylkir vann sinn fyrsta titil undir hans stjórn árið 2001.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kolbeinn með mark á 48 mínútna fresti

Kolbeinn Sigþórsson er nálægt því að jafna met Péturs Péturssonar sem skoraði í fimm landsleikjum í röð. Kolbeinn er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck.

Íslenski boltinn