Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - KR 1-3 | Baldur með tvö mörk Kolbeinn Tumi Daðason í Kaplakrika skrifar 23. ágúst 2012 13:25 Mynd/Stefán Nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga héldu lífi í titilvonum sínum með því að yfirspila topplið FH í Kaplakrikanum í kvöld. KR-liðið vann leikinn 3-1 og endaði með því tveggja leikja taphrinu sína í Pepsi-deildinni. Þetta var jafnframt fyrsta tap FH í Krikanum síðan í júní 2010. FH-ingar hafa enn tveggja stiga forskot á KR á toppi Pepsi-deildarinnar en FH-liðið á einnig leik inni á heimavelli á móti ÍBV sem fer fram eftir eina viku. Áður en að því kemur sækir sækir FH lið Fylkis heim á sunnudaginn en KR-ingar taka á móti Fram á mánudag. Baldur Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk KR-inga í fyrri hálfleik en Gary Martin innsiglaði sigurinn í seinni hálfleiknum. Óskar Örn Hauksson lagði upp tvö mörk KR-inga í leiknum. Hólmar Örn Rúnarsson minnkaði muninn fyrir FH í lokin. KR-ingar áttu miðjuna með Jónas Guðna Sævarsson og Bjarna Guðjónsson í aðalhlutverkum og FH-ingar, sem áttu möguleika á því að gera nánast út um titilbaráttuna, töpuðu leiknum svo gott sem, í fyrri hálfleik. FH-ingar bitu aðeins frá sér í seinni hálfleiknum en fundu ekki leiðir framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki KR fyrr en rétt undir lok leiksins. Baldur Sigurðsson skoraði fyrra markið sitt af stuttu færi eftir fyrirgjöf Óskars Arnar Haukssonar á 18. mínútu og það síðara á 40. mínútu með laglegu skoti eftir hraða sókn og sendingu Emils Atlasonar. Gary Martin skoraði síðan þriðja markið á 66. mínútu eftir frábær tilþrif og sendingu fyrir frá Óskari Erni. Í fyrsta og þriðja marki KR-inga var vörn FH langt úti á þekju og fyrirgjafir Óskars Arnar fundu sér auðvelda leið að markaskorara KR-inga. FH-ingar léku manni færri frá 73. mínútu eftir að Guðmann Þórisson fékk beint rautt spjald fyrir brot á Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Guðmundur var lék þá boltanum öðru megin við Guðmann og ætlaði framhjá honum hinum megin. Miðvörður FH-inga fór hins vegar með öxlina af krafti í andlit Guðmundar Reynis, ásetningsbrot, sem var réttlætanlegt að vísa af velli fyrir. Hólmar Örn Rúnarsson náði að minnka muninn fyrir FH á 87. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Atla Guðnasonar. FH-ingar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leikinn. Liðið á leik til góða en þarf að spila mun betur í þeim leikjum sem framundan er ætli þeir ekki að missa titilinn í hendur KR-inga. KR á þægilegri leiki eftir en Hafnfirðingar og alls ekki útilokað að liðið hreinlega vinni alla sína leiki. FH-ingar eiga bæði eftir að sækja ÍBV og Stjörnuna heim og ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn harðnaði til muna með sigri KR-inga í kvöld. Baldur Sigurðsson: FH-ingar hafa enn fjóra putta á titlinumMynd/Stefán„Kannski má kalla þetta slátrun þegar þú vinnur FH á þeirra heimavelli 3-1. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna. Það skóp þennan sigur var að ná 2-0 forystu eftir virkilega góðan fyrri hálfleik og fara með hana inn í hálfleikinn," sagði Baldur Sigurðsson hetja KR-inga í leikslok. „Skórnir mínir hafa ekki verið heitir í sumar og því gott að geta skorað þrjú mörk á einni viku og lagt eitthvað af mörkum. Ég spila nú orðið frekar framarlega á vellinum og ákveðin pressa að skila mörkum. Það er ekki verra að gera tvö í Krikanum," sagði Baldur sem vill þó enn meina að titillinn sé enn FH-inga að tapa. „FH-ingar hafa enn fjóra putta á titlinum, forysta þeirra er það góð," sagði Baldur sem segir alls ekki hafa verið erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn þrátt fyrir sætan bikarsigur um síðustu helgi. „Deildin er stærri titill en bikarinn. Við fengum nasaþefinn af því hvernig er að vinna hann í fyrra svo það var mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir þennan leik." „Við fögnuðum hóflega á laugardaginn þótt við hefðum verið mjög ánægðir að vinna þann titil," segir Baldur sem er þekktur undir viðurnefninu Smalinn. Mývetningurinn hlær þegar hann er minntur á að réttir séu handan við hornið og tími Smalans runninn upp. „Þetta er góður tími. Það eru göngur og réttir og maður þarf að vera klár á þessum árstíma." Rúnar Kristinsson: Gefum sjálfum okkur möguleika í toppbaráttunniMynd/Stefán„Með þessum leik gefum við sjálfum okkur möguleika í toppbaráttunni. Með tapi hefði möguleikinn aðeins verið stærðfræðilegur en sigurinn opnar aðeins möguleikann. Við þurfum þó enn að treysta á önnur lið auk þess að vinna okkar leiki sem er þrautinni þyngri," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í leikslok. „Við vorum betri aðilinn, lékum gríðarlega vel og unnum góðan sigur," sagði Rúnar sem tefldi þeim Bjarn Guðjónssyni og Jónasi Guðna Sævarssyni á miðjunni. Óhætt er að segja að það hafi svínvirkað. „Jónas Guðni hefur komið inn á í nokkrum leikjum og átt misjöfnu gengi að fagna. Við vitum þó alveg hvað hann getur en hann þurfti tíma og leikæfingu sem er smátt og smátt að koma. Hann átti sérstaklega góðan leik í fyrri hálfleik og þeir Bjarni voru frábærir." Margir vilja meina að Viktor Bjarki Arnarsson hafi leikið undir pari í sumar. Rúnar virðist þó ekki sammála því. „Viktor hefur verið einn af bestu mönnum okkar í sumar en fékk að hvíla í dag. Hann á samt alveg fullt erindi í þetta áfram eins og allir mínir strákar," sagði Rúnar. Heimir: Vorum engan veginn tilbúnir í baráttunaMynd/Stefán„KR-ingarnir mættu til leiks, voru gríðarlega grimmir og létu finna fyrir sér. Það var eins og við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri síðasti möguleiki KR til þess að vera með í titilbaráttunni. Við vorum engan veginn tilbúnir í baráttuna," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. Heimir var ósáttur við varnarleik sinna manna í fyrsta og þriðja marki KR-inga. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir fyrirgjafir þar sem við vorum steinsofandi í dekkningunni og boltinn fékk að renna í gegnum vörnina hjá okkur," sagði Heimir sem var ekki viss hvort hans menn hefðu mætt með skakkt hugarfar til leiks þar sem staða liðsins á toppi deildarinnar væri orðin vænleg. „Ég hef alltaf litið á það þannig að ef þú átt möguleika á að loka á einhverja hluti, líkt og að senda KR-ingana út úr toppbaráttuna, á maður að nýta þau tækifæri. Það gerðum við ekki í dag," sagði Heimir. Guðmann Þórisson fékk að líta rauða spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok fyrir brot á Guðmundi Reyni Gunnarssyni. „Mér fannst rauða spjaldið strangur dómur en Gunnar Jarl sagði við mig að hann hefði verið 100 prósent öruggur," sagði Heimir sem ætlaði þó að skoða atvikið betur í sjónvarpi í kvöld að tillögu Gunnars Jarls. „Reyndar finnst mér þessi leikur verða orðinn þannig að ósköp lítið má gera," sagði Heimir og vildi meina að Gunnar Jarl hefði átt betri daga en í kvöld. Pétur Viðarsson, miðvörður FH, hefur glímt við veikindi og var ekki í leikmannahópi FH í dag. „Ég reikna með því að Pétur æfi á morgun og verði klár í hópinn á sunnudaginn gegn Fylki." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga héldu lífi í titilvonum sínum með því að yfirspila topplið FH í Kaplakrikanum í kvöld. KR-liðið vann leikinn 3-1 og endaði með því tveggja leikja taphrinu sína í Pepsi-deildinni. Þetta var jafnframt fyrsta tap FH í Krikanum síðan í júní 2010. FH-ingar hafa enn tveggja stiga forskot á KR á toppi Pepsi-deildarinnar en FH-liðið á einnig leik inni á heimavelli á móti ÍBV sem fer fram eftir eina viku. Áður en að því kemur sækir sækir FH lið Fylkis heim á sunnudaginn en KR-ingar taka á móti Fram á mánudag. Baldur Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk KR-inga í fyrri hálfleik en Gary Martin innsiglaði sigurinn í seinni hálfleiknum. Óskar Örn Hauksson lagði upp tvö mörk KR-inga í leiknum. Hólmar Örn Rúnarsson minnkaði muninn fyrir FH í lokin. KR-ingar áttu miðjuna með Jónas Guðna Sævarsson og Bjarna Guðjónsson í aðalhlutverkum og FH-ingar, sem áttu möguleika á því að gera nánast út um titilbaráttuna, töpuðu leiknum svo gott sem, í fyrri hálfleik. FH-ingar bitu aðeins frá sér í seinni hálfleiknum en fundu ekki leiðir framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki KR fyrr en rétt undir lok leiksins. Baldur Sigurðsson skoraði fyrra markið sitt af stuttu færi eftir fyrirgjöf Óskars Arnar Haukssonar á 18. mínútu og það síðara á 40. mínútu með laglegu skoti eftir hraða sókn og sendingu Emils Atlasonar. Gary Martin skoraði síðan þriðja markið á 66. mínútu eftir frábær tilþrif og sendingu fyrir frá Óskari Erni. Í fyrsta og þriðja marki KR-inga var vörn FH langt úti á þekju og fyrirgjafir Óskars Arnar fundu sér auðvelda leið að markaskorara KR-inga. FH-ingar léku manni færri frá 73. mínútu eftir að Guðmann Þórisson fékk beint rautt spjald fyrir brot á Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Guðmundur var lék þá boltanum öðru megin við Guðmann og ætlaði framhjá honum hinum megin. Miðvörður FH-inga fór hins vegar með öxlina af krafti í andlit Guðmundar Reynis, ásetningsbrot, sem var réttlætanlegt að vísa af velli fyrir. Hólmar Örn Rúnarsson náði að minnka muninn fyrir FH á 87. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Atla Guðnasonar. FH-ingar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir leikinn. Liðið á leik til góða en þarf að spila mun betur í þeim leikjum sem framundan er ætli þeir ekki að missa titilinn í hendur KR-inga. KR á þægilegri leiki eftir en Hafnfirðingar og alls ekki útilokað að liðið hreinlega vinni alla sína leiki. FH-ingar eiga bæði eftir að sækja ÍBV og Stjörnuna heim og ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn harðnaði til muna með sigri KR-inga í kvöld. Baldur Sigurðsson: FH-ingar hafa enn fjóra putta á titlinumMynd/Stefán„Kannski má kalla þetta slátrun þegar þú vinnur FH á þeirra heimavelli 3-1. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna. Það skóp þennan sigur var að ná 2-0 forystu eftir virkilega góðan fyrri hálfleik og fara með hana inn í hálfleikinn," sagði Baldur Sigurðsson hetja KR-inga í leikslok. „Skórnir mínir hafa ekki verið heitir í sumar og því gott að geta skorað þrjú mörk á einni viku og lagt eitthvað af mörkum. Ég spila nú orðið frekar framarlega á vellinum og ákveðin pressa að skila mörkum. Það er ekki verra að gera tvö í Krikanum," sagði Baldur sem vill þó enn meina að titillinn sé enn FH-inga að tapa. „FH-ingar hafa enn fjóra putta á titlinum, forysta þeirra er það góð," sagði Baldur sem segir alls ekki hafa verið erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn þrátt fyrir sætan bikarsigur um síðustu helgi. „Deildin er stærri titill en bikarinn. Við fengum nasaþefinn af því hvernig er að vinna hann í fyrra svo það var mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir þennan leik." „Við fögnuðum hóflega á laugardaginn þótt við hefðum verið mjög ánægðir að vinna þann titil," segir Baldur sem er þekktur undir viðurnefninu Smalinn. Mývetningurinn hlær þegar hann er minntur á að réttir séu handan við hornið og tími Smalans runninn upp. „Þetta er góður tími. Það eru göngur og réttir og maður þarf að vera klár á þessum árstíma." Rúnar Kristinsson: Gefum sjálfum okkur möguleika í toppbaráttunniMynd/Stefán„Með þessum leik gefum við sjálfum okkur möguleika í toppbaráttunni. Með tapi hefði möguleikinn aðeins verið stærðfræðilegur en sigurinn opnar aðeins möguleikann. Við þurfum þó enn að treysta á önnur lið auk þess að vinna okkar leiki sem er þrautinni þyngri," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í leikslok. „Við vorum betri aðilinn, lékum gríðarlega vel og unnum góðan sigur," sagði Rúnar sem tefldi þeim Bjarn Guðjónssyni og Jónasi Guðna Sævarssyni á miðjunni. Óhætt er að segja að það hafi svínvirkað. „Jónas Guðni hefur komið inn á í nokkrum leikjum og átt misjöfnu gengi að fagna. Við vitum þó alveg hvað hann getur en hann þurfti tíma og leikæfingu sem er smátt og smátt að koma. Hann átti sérstaklega góðan leik í fyrri hálfleik og þeir Bjarni voru frábærir." Margir vilja meina að Viktor Bjarki Arnarsson hafi leikið undir pari í sumar. Rúnar virðist þó ekki sammála því. „Viktor hefur verið einn af bestu mönnum okkar í sumar en fékk að hvíla í dag. Hann á samt alveg fullt erindi í þetta áfram eins og allir mínir strákar," sagði Rúnar. Heimir: Vorum engan veginn tilbúnir í baráttunaMynd/Stefán„KR-ingarnir mættu til leiks, voru gríðarlega grimmir og létu finna fyrir sér. Það var eins og við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri síðasti möguleiki KR til þess að vera með í titilbaráttunni. Við vorum engan veginn tilbúnir í baráttuna," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. Heimir var ósáttur við varnarleik sinna manna í fyrsta og þriðja marki KR-inga. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir fyrirgjafir þar sem við vorum steinsofandi í dekkningunni og boltinn fékk að renna í gegnum vörnina hjá okkur," sagði Heimir sem var ekki viss hvort hans menn hefðu mætt með skakkt hugarfar til leiks þar sem staða liðsins á toppi deildarinnar væri orðin vænleg. „Ég hef alltaf litið á það þannig að ef þú átt möguleika á að loka á einhverja hluti, líkt og að senda KR-ingana út úr toppbaráttuna, á maður að nýta þau tækifæri. Það gerðum við ekki í dag," sagði Heimir. Guðmann Þórisson fékk að líta rauða spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok fyrir brot á Guðmundi Reyni Gunnarssyni. „Mér fannst rauða spjaldið strangur dómur en Gunnar Jarl sagði við mig að hann hefði verið 100 prósent öruggur," sagði Heimir sem ætlaði þó að skoða atvikið betur í sjónvarpi í kvöld að tillögu Gunnars Jarls. „Reyndar finnst mér þessi leikur verða orðinn þannig að ósköp lítið má gera," sagði Heimir og vildi meina að Gunnar Jarl hefði átt betri daga en í kvöld. Pétur Viðarsson, miðvörður FH, hefur glímt við veikindi og var ekki í leikmannahópi FH í dag. „Ég reikna með því að Pétur æfi á morgun og verði klár í hópinn á sunnudaginn gegn Fylki."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira