Húsavernd

Borða svið til styrktar endurbyggingu „elstu vegasjoppu landsins“
Íbúar á Hvammstanga og nærsveitum munu koma saman til sérstakrar sviðamessu á laugardag þar sem ágóðinn mun renna til endurbyggingar á Norðurbraut, sem lýst hefur verið sem elstu vegasjoppu landsins.

Lóðirnar sem hljóta fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022
Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 voru veittar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 19. október. Reykjavíkurborg veitir árlega viðurkenningar fyrir fallegar stofnana- , fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir og fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum.

Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“
Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört.

Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum
Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað.

Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“
„Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“

Gyllti salurinn orðinn gylltur aftur á Hótel Borg
Á Hótel Borg er aftur kominn veitingastaður í flottum Art Deco stíl í anda hótelsins sem byggt var árið 1930.

Reykjavíkurdóttir sem býr í friðuðu smáhýsi
Tónlistarkonan Salka Valsdóttir í Reykjavíkurdætrum býr í pínulitlu húsi með kærastanum og segist hún vera alsæl.

Varðveitum söguna
Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni.

Opnum hliðin – stækkum dalinn
Fyrir 65 árum tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun að friða gömlu bæjarhúsin í Árbæ. Jafnframt var ákveðið að þangað skyldi flytja ýmis þau hús sem talin væru sögulega mikilvæg en þyrftu að víkja fyrir nýbyggingum. Hinu nýja Árbæjarsafni var jafnframt ætlað að miðla gömlum verkháttum í trúverðugu umhverfi.

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum
„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur
Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni.

Segir sögu íslenskra húsa: „Datt í hug að það gæti verið sniðugt að vera með eitthvað jákvætt á Facebook“
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur birtir í dag tvö hundruðustu færsluna á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir stuttlega frá sögu húss á Íslandi sem hafi vakið áhuga hans. Hann hefur kallað færslurnar „Hús dagsins“ og hafa þær notið mikilla vinsælda hjá vinum og Facebook-fylgjendum Guðjóns.

Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði
Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu.

Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar
Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs.

Áætlað að niðurrifi Útvarpshússins á Vatnsendahæð ljúki á næstu vikum
Vinna við niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð í Kópavogi er hafin og er áætlað að henni ljúki á næstu vikum. Til stendur að um koma upp fimm hundruð íbúa byggð á lóðinni.

Endurreisn Laxabakka við Sog hafin og stefnt að opnun menningarseturs
Endurbygging bæjarins Laxabakka við sunnanvert Sog er hafin og er stefnt að því að þar verði starfrækt menningarsetur þegar bærinn verður kominn í upprunalega mynd, líklega næsta sumar.

Hús í mjög slæmu ástandi við Þingholtsstræti fékk nýtt líf
Í síðustu þáttaröð af Gulla Byggi var fylgst með ótrúlegum breytingum á gömlu húsi við Þingholtsstræti í Reykjavík sem var farið að láta á sjá.

Vilja gamla götumynd á Bíldudal og endurreisa Kaupmannshúsið
Áform eru uppi á Bíldudal um að endurbyggja eitt veglegasta hús nítjándu aldar, Kaupmannshús Péturs J. Thorsteinssonar útgerðarmanns, þar sem sonur hans, listamaðurinn Muggur fæddist. Tvö önnur hús yrðu endurreist og þannig búin til gömul götumynd.

Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu
Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa.