UMF Selfoss

Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns
Í tengslum við leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns en hann tengdist báðum félögum sterkum böndum.

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit.

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Þór Akureyri, Fylkir og Þróttur unnu öll leiki sína í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld en jafntefli varð hjá HK og ÍR í Kórnum.

Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina
Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta með 27-26 sigri gegn Gróttu í fjórða leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild í kvöld.

Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni
Gunnar Jarl Jónsson var eitt sinn besti knattspyrnudómari Íslands. Vegna meiðsla lagði hann flautuna á hilluna árið 2019 en dæmdi á þriðjudag sinn fyrsta meistaraflokks síðan þá.

ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun
ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.

Selfoss jafnaði metin
Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.

Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik
Haukar lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum og eru því komnar í undanúrslit Olís-deildar kvenna í handbolta. ÍR og Selfoss þurfa oddaleik til að útkljá hvort liðið mætir Val í undanúrslitum.

Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit
Bestu deildar lið ÍA og Lengjudeildarlið Selfoss komust í dag áfram í sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Selfoss byrjar á sigri
Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.

Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt
Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, er ófrísk af sínu öðru barni. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum í dag, mánudag.

Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna
Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni.

Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK
Strákarnir í 4. flokki Selfoss í fótbolta tóku sig til og söfnuðu peningum til styrktar jafnaldra sínum í HK, Tómasi Frey Guðjónssyni, sem glímir við krabbamein.

Marta hetja Eyjakvenna
ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.

ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi
ÍR er komið upp í fjórða sæti í Olís deild kvenna í handbolta eftir sigur á Selfossi í dag.

Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss
Botnlið Gróttu sótti stig á Selfoss í kvöld í hörkuleik liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta.

Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“
Spænski varnarmaðurinn Jose Manuel López verður ekki með liðinu i Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Selfyssingar segja frá þessum óvæntum fréttum rétt fyrir mót.

Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi.

Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“
Bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten hefur ekki enn gefið upp vonina að spila með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Hann segist hafa myndað sterk tengsl við liðið og bæinn mánuðinn sem hann var hér á landi. Hann vonast til að mál hans leysist sem fyrst svo hann komist aftur til Íslands.

KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns
KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.

Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“
Körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem lék 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, hefur ekki enn fengið leyfi til að spila með Selfossi í 1. deildinni. Ástæðan er dómur sem hann fékk fyrir að taka þátt í stóru svikamáli vestanhafs. Lögfræðingur Selfoss vonast til að Útlendingastofnun sjái að sér.

Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.

Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Selfossi í Lengjubikar karla en leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári
Haukar hafa unnið alla leiki sína til þessa í Olís-deild kvenna í handbolta á þessu ári og það breyttist ekki í kvöld.

FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar
Handknattleiksdeild FH hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins í Olís-deild karla í handbolta.

Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi
Selfoss tók á móti Stjörnunni í þrettándu umferð Olís deildar kvenna og vann fimm marka sigur. 27-22 urðu lokatölur eftir að Selfoss skoraði síðustu þrjú mörk leiksins.

Sjöunda tap ÍBV í röð
Selfoss tryggði sér sigur á ÍBV, 24-22, með því að skora tvö síðustu mörkin í leik liðanna í Olís deild kvenna í dag. Þetta var sjöunda tap Eyjakvenna í röð.

Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum
Stjarnan fagnaði sigri í Olís deild kvenna í handbolta í dag en það var jafntefli í hinum leik dagsins.

Nýtt ár en áfram vinna Valskonur
Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma.

Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru
Selfyssingar hafa nú endurheimt eina af bestu fótboltadætrum félagsins.