Handbolti

Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun septem­ber

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oddur Grétarsson og félagar í Þórsliðinu unnu mikilvægan leik í kvöld.
Oddur Grétarsson og félagar í Þórsliðinu unnu mikilvægan leik í kvöld. @thorhandbolti

Þórsarar komu sér upp úr fallsæti og höfðu sætaskipti við Selfyssinga eftir þriggja marka sigur í leik liðanna á Akureyri í OLís deild karla í handbolta í kvöld. 

Þórsarar unnu leikinn 31-28 en Selfyssingar lögðuðu stöðuna á lokamínútum leiksins.

Þetta var fyrsti deildarsigur Þórsara síðan þeir unnu ÍR í byrjun september. Síðan þá hafði liðið leikið sex leiki í röð án sigurs og aðeins náð í tvö stig sem komu reyndar í síðustu þremur leikjum á undan þessum.

Þórsarar hafa því verið að nálgast sigurinn og hlutirnir smullu hjá þeim í kvöld.

Þórsarar voru hins vegar öflugir í kvöld í mjög mikilvægum leik í fallbaráttu deildarinnar.

Þetta var þriðja tap Selfoss í röð og liðið datt fyrir vikið niður í fallsæti.

Selfossliðið var reyndar tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, 16-14, en Þórsarar unnu næstu mínúturnar 4-0 og kláruðu leikinn sannfærandi.

Brynjar Hólm Grétarsson var öflugur hjá Þór í kvöld með átta mörk og Oddur Grétarsson bætti við átta mörkum og mörgum stoðsendingum.

Nikola Radovanovic varði líka vel í markinu og þar af voru tvö víti.

Hannes Höskuldsson skoraði sjö mörk fyrir Selfossliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×