Söfn

Fréttamynd

Fram­tíð safna í ferða­þjónustu

Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­minja­safn án forn­leifa­fræðinga

Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti.

Skoðun
Fréttamynd

Bók skilað eftir 56 ára út­lán

Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins.

Lífið
Fréttamynd

Upp­sagnir á Þjóð­minja­safninu

Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins

Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Innlent
Fréttamynd

Töldu Akur­eyringa ekki reka alvöruflugfélag

Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.

Innlent
Fréttamynd

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum

Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum

Stefnt er að stækkun Samöngusafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum enda safnið búið að sprengja allt húsnæðið utan af sér. Safnið á fjölmarga gamla bíla og tæki, sem ekki er hægt að sýna vegna plássleysis.

Innlent
Fréttamynd

Svara auknum for­dómum og fá­fræði með já­kvæðni og list

Listamarkaðurinn Litrófan verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn í húsnæði Borgarbókasafnsins í Grófinni. Vinirnir Elísabet Jana Stefánsdóttir og Kjartan Valur Kjartansson skipuleggja markaðinn sem er sérstaklega fyrir hinsegin og skynsegin listamenn. Þau segja markaðinn sitt svar við auknum fordómum og fáfræði gegn jaðarsettum hópum.

Lífið
Fréttamynd

Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóð­minja­safninu

Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. 

Lífið
Fréttamynd

Öflugur Hafn­firðingur á 525 filmuljósmyndavélar

Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Mona Lisa fær sér­her­bergi

Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu.

Erlent
Fréttamynd

Fjölgar lista­verkum eftir konur á Bessa­stöðum

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla.

Lífið
Fréttamynd

Safna upp­lýsingum um jólahefðir Ís­lendinga

Helga Vollertsen og Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðháttasérfræðingar hjá Þjóðminjasafninu, vinna nú að heimildasöfnun hjá Þjóðminjasafni Íslands um jólahefðir Íslendinga. Markmið söfnunarinnar er að varna því að jólasiðir samtímans falli í gleymskunnar dá og að hægt sé að varðveita upplýsingar um þá fyrir komandi kynslóðir. 

Lífið
Fréttamynd

Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins

Í dag eru um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu afhendingarskyldra aðila ríkisins, þau voru 106.000 árið 2021. Umfangið hefur minnkað um 42 prósent. Helstu niðurstöður nýrrar eftirlitskönnunarinnar Þjóðskjalasafnsins eru að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fari áfram batnandi. Í fyrsta skipti mælist fjórtán afhendingarskyldir aðilar á þroskastigi 4 sem væri skilgreint sem fyrirmyndar skjalavarsla og skjalastjórn.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum ekki að skaffa Land­spítalanum fleiri verk­efni“

Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár.

Innlent
Fréttamynd

Hvar býr lýð­ræðið?

Almenningsbókasöfn gegna lykilhlutverki og eru lífæð nútímasamfélags sem styður við menntun, menningu og lýðræði. Fjárfesting í bókasöfnum er fjárfesting í samfélagi þar sem jafnræði, lýðræðisleg þátttaka og menningarleg fjölbreytni eru höfð að leiðarljósi. Það er skylda okkar sem samfélags að standa vörð um þessi verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

Henti lista­verkinu í ruslið

Uppi varð fótur og fit í nútímalistasafni í Hollandi þegar listaverki var hent í ruslið fyrir slysni. Um var að ræða tvær dósir sem litu út fyrir að vera hefðbundnar bjórdósir en eru í raun handmálaðar dósir eftir franska listamanninn Alexandre Lavet.

Menning
Fréttamynd

Með húsaflutninga á heilanum

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni.

Lífið
Fréttamynd

Skoða að breyta Hópinu í safn

Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni.

Innlent