Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar 18. september 2025 12:30 Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun