Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Tólf ný smit í Eyjum

Um helgina greindust tólf einstaklingar til viðbótar með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög djúp kreppa“

90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blaksamband Íslands aflýsir tímabilinu

Stjórn Blaksambands Íslands gaf í dag út tilkynningu þess efnis að tímabilinu í heild sinni yrði nú aflýst. Engir meistarar verða því krýndir í ár. Tilkynninguna má finna í fréttinni.

Sport
Fréttamynd

„Tekur lang mest á andlegu hliðina“

Þetta er undarlegir tímar til að æfa hópíþróttir. Gaupi ræddi við Kára Jónsson og Vilhjálm Steinarsson um það hvernig þeir eru að tækla þessar skrítnu aðstæður sem íþróttafólk glímir við þessa dagana.

Körfubolti
Fréttamynd

Einangrun fanga eykst vegna faraldursins

Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill

Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum

Leikskólum og grunnskólum á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verður lokað frá og með morgundeginum, 6. apríl, vegna aðstæðna á norðanverðum Vestfjörðum í ljósi COVID-19 sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Heimurinn eftir kórónu­veiruna

Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna.

Skoðun
Fréttamynd

Mæla ekki með notkun gríma og trefla

Ekki er mælt með því að Íslendingar noti trefla til að hylja andlit sín. Ósannað sé að treflar og grímur hjálpi eitthvað og það geti gefið falska öryggiskennd og gæti þannig aukið sýkingarhættu.

Innlent