Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 5. maí 2025 13:04 Donald Trump Bandaríkjaforseti kennir „samstilltu átaki“ annarra ríkja um sem bjóða upp á hvata til að laða til sín kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaver. Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North. „Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Þar boðaði hann að kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna yrðu tollaðar um eitt hundrað prósent. Fjögur til sex stór kvikmyndaverkefni eru í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum. Trump segist hafa falið embættismönnum í Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að útfæra álagninguna nánar því bandarískur kvikmyndaiðnaður væri að deyja mjög hratt. Í færslu sinni kenndi Trump „samstilltu átaki“ annarra ríkja um sem bjóða upp á hvata til að laða til sín kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaver. Hann lýsti þeim sem „þjóðaröryggisógn“. Útfærslan á þessu liggur ekki fyrir. Það er til dæmis ekki alveg ljóst hvernig eigi að tolla kvikmyndir sem sýndar eru eingöngu í kvimyndahúsum og svo þær sem eru eingöngu sýndar á streymisþjónustum eins og Netflix. Hvað er bandarísk bíómynd? Framleiðendur hafa í mörg ár yfirgefið Hollywood og leitað til Bretlands og Kanada í leit að minni framleiðslukostnaði. Nýjustu dæmin um stórmyndir sem hafa verið teknar í öðrum löndum en Bandaríkjunum eru Deadpool & Wolverine, Wicked og Gladiator II. Timothy Richards, stofnandi evrópsku kvikmyndahúsakeðjunnar Vue, spurði í samtali við BBC hvernig Trump ætlaði að skilgreina bandaríska kvikmynd. „Er hún bandarísk vegna þess að þaðan kemur fjármagnið? Er hún bandarísk út af handritinu, leikurum eða leikstjóra eða hvar myndin var tekin?“ Hann sagði kostnað við fjármögnun kvikmynda í Kaliforníu hefði aukist gríðarlega síðustu áratugi sem ýtt hefði framleiðendum í að færa framleiðslu til annarra ríkja, ekki bara til að spara kostnað heldur vegna sérfræðiþekkingar utan Bandaríkjanna sem framleiðendur sækjast eftir. Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North.Aðsend Stór verkefni í undirbúningi á Íslandi Margar stórar kvikmyndir og þáttaraðir hafa verið teknar hér á landi undanfarin ár enda hefur 35% endurgreiðsla verið hér í boði af framleiðslukostnaði. Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North segir fyrirtækið núna vera með fjögur til sex stór verkefni í undirbúningi frá Hollywood. 30 manns eru fastráðnir hjá True North en starfsmenn eru oft 600 í stærri verkefnum eins og í þáttaröðinni True Detective. Hvert verkefni getur verið í kringum milljarð eða tvo í kostnað sem kemur inn í erlendum gjaldeyri og skapar mörg hundruð störf, að sögn Leifs. „Að sjálfsögðu er þetta áhyggjuefni. Maður gerir sér samt ekki grein fyrir hvernig Trump ætlar að stilla þessu upp vegna þess að flestar bíómyndir sem stúdíóin framleiða eru gerðar í Evrópu eða mestmegnis í Bretlandi. Þar hafa stúdíóin verið að nýta sér sterka stöðu dollars, góða skattaafslætti og sérþekkinguna sem eru á mjög háu stigi í Bretlandi.“ Leifur segist ekki skilja almennilega hvernig eigi til dæmis að leggja toll á bíómynd sem kostar 300 milljónir dollara að framleiða. Stúdíóin í Hollywood muni væntanlega ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. „Ég á eftir að heyra í kollegum mínum vestanhafs hvernig þetta leggst í þá. Þetta er mjög sérstök staða og mjög sérstakt útspil. Allt sem þessi maður gerir og dettur í hug er bara eitt stórt spurningamerki.“ Færri og dýrari bíómyndir Undir þetta tekur Einar Tómasson, fagstjóri Film in Iceland hjá Íslandsstofu. Hann segir ekkert hafa komið fram hvenær þetta eigi að gerast eða hvernig. „Það verður væntanlega mikil umræða á næstunni í LA um þessa ákvörðun forsetans. Ég geri ráð fyrir að þessu verði harðlega mótmælt. Stúdíóin í LA hafa fjárfest mikið í innviðum utan Bandaríkjanna, til dæmis í Bretlandi. Þá eru ívilnanir hluti af fjármögnun verkefna þeirra. Ég treysti mér ekki til að segja til um hvað þetta mun þýða fyrir iðnaðinn ef af þessu verður. Hugsanlega færri myndir, kannski einsleitari og mögulega dýrari í framleiðslu.“ Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Skattar og tollar Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Trump segist hafa falið embættismönnum í Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að útfæra álagninguna nánar því bandarískur kvikmyndaiðnaður væri að deyja mjög hratt. Í færslu sinni kenndi Trump „samstilltu átaki“ annarra ríkja um sem bjóða upp á hvata til að laða til sín kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndaver. Hann lýsti þeim sem „þjóðaröryggisógn“. Útfærslan á þessu liggur ekki fyrir. Það er til dæmis ekki alveg ljóst hvernig eigi að tolla kvikmyndir sem sýndar eru eingöngu í kvimyndahúsum og svo þær sem eru eingöngu sýndar á streymisþjónustum eins og Netflix. Hvað er bandarísk bíómynd? Framleiðendur hafa í mörg ár yfirgefið Hollywood og leitað til Bretlands og Kanada í leit að minni framleiðslukostnaði. Nýjustu dæmin um stórmyndir sem hafa verið teknar í öðrum löndum en Bandaríkjunum eru Deadpool & Wolverine, Wicked og Gladiator II. Timothy Richards, stofnandi evrópsku kvikmyndahúsakeðjunnar Vue, spurði í samtali við BBC hvernig Trump ætlaði að skilgreina bandaríska kvikmynd. „Er hún bandarísk vegna þess að þaðan kemur fjármagnið? Er hún bandarísk út af handritinu, leikurum eða leikstjóra eða hvar myndin var tekin?“ Hann sagði kostnað við fjármögnun kvikmynda í Kaliforníu hefði aukist gríðarlega síðustu áratugi sem ýtt hefði framleiðendum í að færa framleiðslu til annarra ríkja, ekki bara til að spara kostnað heldur vegna sérfræðiþekkingar utan Bandaríkjanna sem framleiðendur sækjast eftir. Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North.Aðsend Stór verkefni í undirbúningi á Íslandi Margar stórar kvikmyndir og þáttaraðir hafa verið teknar hér á landi undanfarin ár enda hefur 35% endurgreiðsla verið hér í boði af framleiðslukostnaði. Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North segir fyrirtækið núna vera með fjögur til sex stór verkefni í undirbúningi frá Hollywood. 30 manns eru fastráðnir hjá True North en starfsmenn eru oft 600 í stærri verkefnum eins og í þáttaröðinni True Detective. Hvert verkefni getur verið í kringum milljarð eða tvo í kostnað sem kemur inn í erlendum gjaldeyri og skapar mörg hundruð störf, að sögn Leifs. „Að sjálfsögðu er þetta áhyggjuefni. Maður gerir sér samt ekki grein fyrir hvernig Trump ætlar að stilla þessu upp vegna þess að flestar bíómyndir sem stúdíóin framleiða eru gerðar í Evrópu eða mestmegnis í Bretlandi. Þar hafa stúdíóin verið að nýta sér sterka stöðu dollars, góða skattaafslætti og sérþekkinguna sem eru á mjög háu stigi í Bretlandi.“ Leifur segist ekki skilja almennilega hvernig eigi til dæmis að leggja toll á bíómynd sem kostar 300 milljónir dollara að framleiða. Stúdíóin í Hollywood muni væntanlega ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. „Ég á eftir að heyra í kollegum mínum vestanhafs hvernig þetta leggst í þá. Þetta er mjög sérstök staða og mjög sérstakt útspil. Allt sem þessi maður gerir og dettur í hug er bara eitt stórt spurningamerki.“ Færri og dýrari bíómyndir Undir þetta tekur Einar Tómasson, fagstjóri Film in Iceland hjá Íslandsstofu. Hann segir ekkert hafa komið fram hvenær þetta eigi að gerast eða hvernig. „Það verður væntanlega mikil umræða á næstunni í LA um þessa ákvörðun forsetans. Ég geri ráð fyrir að þessu verði harðlega mótmælt. Stúdíóin í LA hafa fjárfest mikið í innviðum utan Bandaríkjanna, til dæmis í Bretlandi. Þá eru ívilnanir hluti af fjármögnun verkefna þeirra. Ég treysti mér ekki til að segja til um hvað þetta mun þýða fyrir iðnaðinn ef af þessu verður. Hugsanlega færri myndir, kannski einsleitari og mögulega dýrari í framleiðslu.“
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Skattar og tollar Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur