„Þetta er mjög djúp kreppa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira