Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Undir­­búa aukna að­­sókn í Há­­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­menn fara í raf­ræna kröfu­göngu

Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnaalda í boði ríkisstjórnar

Undirritaður hefur nokkuð fylgzt með þróun mála í Evrópu og vestan hafs, hvað varðar aðgerðir stjórnvalda til varnar efnahag og afkomu fyrirtækja og launþega - almennings - gegn þeim vanda - eyðileggingu og niðurrifi efnahagskerfa - sem Covid-19 veldur.

Skoðun
Fréttamynd

Líf Norwegian hangir á blá­þræði

Örlög Norwegian voru ákveðin í gær en hluthafar greiddu atkvæði í gærkvöldi um það hvort björgunarpakki sem flugfélagið lagði til yrði samþykktur. Hluthafar áttu fund klukkan 16:00 að staðartíma í gær til að kjósa um pakkann en það liggur fyrir að hlutafé félagsins verði uppurið um miðjan maí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hræddir við að snúa aftur til keppni

Sergio Agüero, markahrókur Manchester City, segir að leikmenn séu hræddir við að þurfa að snúa aftur til keppni á næstunni gangi áætlanir eftir um að ljúka leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Segja augljóst að ríkið þurfi að aðstoða Icelandair

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kveðst ekki hrifin af þeirri hugmynd að ríkið eignist hlut í Icelandair. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að ríkið þurfi að stíga inn í með meira afgerandi hætti en stjórnvöld gáfu til kynna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu

Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf.

Innlent
Fréttamynd

Strætó veitt undanþága frá tveggja metra reglunni

Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns.

Innlent
Fréttamynd

Los Angeles býður upp á fría skimun

Borg englanna, stærsta borg vesturstrandar Bandaríkjanna, Los Angeles verður brátt fyrsta stórborg Bandaríkjanna til þess að bjóða fríar skimanir vegna kórónuveirunnar.

Erlent