Viðskipti innlent

Ríkið til­búið í sam­tal við Icelandair um lán eða á­byrgð á lánum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Staða Icelandair er afar þröng þessa dagana enda liggja flugsamgöngur um allan heim niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í vikunni sagði félagið upp rúmlega 2000 starfsmönnum.
Staða Icelandair er afar þröng þessa dagana enda liggja flugsamgöngur um allan heim niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í vikunni sagði félagið upp rúmlega 2000 starfsmönnum. Vísir/Vilhelm

Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga fjögurra ráðherra um að ríkið væri tilbúið að eiga samtal við Icelandair um veitingu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en ráðherrarnir fjórir sem lögðu fram tillöguna eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.

Í tilkynningunni segir að aðkoma stjórnvalda sé háð því „að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu félagins í samræmi við þær áætlanir sem kynntar hafa verið, þ.m.t. að afla nýs hlutafjár, en fram er komið að félagið vinnur nú að framkvæmd hlutafjárútboðs fyrir lok næsta mánaðar.

Samhliða þessari vinnu halda viðræður áfram um nánari forsendur fyrir mögulegri fyrirgreiðslu og skilmálum fyrir henni af hálfu stjórnvalda. Gangi áform félagsins eftir verður þingmál um fyrirgreiðslu ríkisins lagt fyrir Alþingi til samþykktar.“


Tengdar fréttir

Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum

Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og önnur ríki sem eignast hafi hlut í flugfélögumá móti stuðningi sínum við þau. Fjármálaráðherra segir það eiga að vera síðasta úrræðið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×