Verslun

Fréttamynd

Í­búar ó­á­nægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun

Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir.

Innlent
Fréttamynd

„Að fara í slag við þessa risa er nánast ó­mögu­legt“

Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítil sam­keppni milli raftækjarisa

Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu.

Neytendur
Fréttamynd

Láttu ekki plata þig!

Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við?

Skoðun
Fréttamynd

Kín­verski risinn sem herjar á evrópska neyt­endur

Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að taka verð­merkingum í Hag­kaup með fyrir­vara

Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„ÁTVR dugar“

Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það skaðlegt samfélaginu að selja áfengi í matvöruverslunum, því áfengi sé engin venjuleg söluvara. Nú þegar sé nægt aðgengi að áfengi með rekstri ÁTVR og markaðssamkeppni óþörf. „ÁTVR dugar.“

Innlent
Fréttamynd

Vel­ferð fólks framar markaðsvæddri netsölu á­fengis

Það hefur vart farið fram hjá neinum að verslun með áfengi hefur tekið breytingum á undanförnum misserum og árum, án þess að það hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um það eða farið fram umræða í samfélaginu svo nokkru nemi. Svokallaðar netverslanir, sem flytja inn áfengi hafa skotið upp kollinum og geyma áfengi á lager og selja í smásölu, og bjóða jafnvel upp á heimsendingu á öllum tímum sólarhringsins. 

Skoðun
Fréttamynd

Fundur um athafnaborgina Reykja­vík

Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

Merkum á­fanga fagnað í verslun BYKO á Sel­fossi

BYKO fagnaði nýverið þeim áfanga að framkvæmdum lauk vegna breytinga á uppsetningu verslunar fyrirtækisins á Selfossi. Við þetta tækifæri ávarpaði Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO gesti og fór yfir tilganginn með þessum breytingum.

Samstarf
Fréttamynd

Hægir á verð­hækkunum mat­vöru

Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 

Neytendur
Fréttamynd

„Gátum ekki setið og beðið enda­laust“

Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 

Neytendur
Fréttamynd

Við elskum föt, eða hvað?

Íslendingar eru oft hinir bærilegustu neytendur, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ester Harðardóttir, starfsmaður Bónus til þriggja áratuga var ein af þeim sem tilnefnd voru sem maður ársins 2023. Atburðarásin sem leiddi til þess var vægast sagt kostuleg og skapaðist í kjölfar þess að Bónus hafnaði sölu á bókinni Þriðja vaktin. Ester lenti óumbeðin í fjölmiðlastormi en hún tók fjaðrafokinu þó með stóískri ró.

Lífið
Fréttamynd

Einar hættir með Grillbúðina

Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Húsasmiðjan tekur við vörumerkjunum sem seld hafa verið í Grillbúðinni um 17 ára skeið.

Viðskipti innlent