Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 16:23 Húsgögn til sölu í Húsgagnahöllinni. Vísir/GVA Neytendastofa hefur sektað Húsgagnahöllina um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga um „Tax free“ afslætti. Sektin byggist á því að ekki hafi komið fram í auglýsingunum hversu hátt prósentuhlutfall afslátturinn gefur. „Í ákvörðuninni er þess getið að ekki sé nægilegt að tilgreina aðeins að um Tax Free afslátt sé að ræða, heldur þurfi að greina frá upplýsingum um prósentuhlutfall afsláttarins enda kunna mismunandi vörur og þjónusta að bera mismunandi virðisaukaskatt,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Svokallaðir Tax free afslættir eru eins og kemur fram þegar virðisaukaskattur vöru eru felldir niður, eins og í fríhöfnum flugvalla. „Þá sé ekki hægt að gera kröfu til þess að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep. Auglýsingarnar hafi því verið ósanngjarnar gagnvart neytendum og feli í sér villandi viðskiptahætti.“ Auglýsingarnar sem um ræðir birtust á Facebook síðu félagsins og miðlum RÚV. Sektarákvörðunin byggðist á fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot. Gerðu ráðstafanir þegar í stað Neytendastofa vakti athygli Húsgagnahallarinnar á málinu með bréfi dagsettu 24. mars 2025. Svar frá Húsgagnahöllinni barst tveimur dögum síðar, 26. mars 2025. Í svarbréfinu þakkaði Húsgagnahöllin fyrir erindi Neytendastofu og kvaðst hafa farið yfir ábendingar þeirra með fullri alvöru. Húsgagnahöllin leggi ríka áherslu á að fylgja lögum og reglum um viðskiptahætti og markaðssetningu, og vilji tryggja að auglýsingar fyrirtækisins séu í samræmi við gildandi reglur og bestu venjur í neytendaviðskiptum. „Félagið muni þegar í stað gera ráðstafanir til að tryggja að allar auglýsingar sem vísa til afslátta, hvort sem þær birtast á samfélagsmiðlum, í sjónvarpi eða á öðrum miðlum, gefi skýrar upplýsingar um afsláttinn í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2005 og reglur nr. 366/2008.“ „Húsgagnahöllin leggi sig í hvívetna við að gera þetta ávallt rétt en það hafi því miður misfarist í þessum auglýsingum eins og stofnunin bendi réttilega á.“ Ákvörðun Neytendastofu. Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. 28. september 2012 13:33 Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2. nóvember 2023 13:52 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
„Í ákvörðuninni er þess getið að ekki sé nægilegt að tilgreina aðeins að um Tax Free afslátt sé að ræða, heldur þurfi að greina frá upplýsingum um prósentuhlutfall afsláttarins enda kunna mismunandi vörur og þjónusta að bera mismunandi virðisaukaskatt,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Svokallaðir Tax free afslættir eru eins og kemur fram þegar virðisaukaskattur vöru eru felldir niður, eins og í fríhöfnum flugvalla. „Þá sé ekki hægt að gera kröfu til þess að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep. Auglýsingarnar hafi því verið ósanngjarnar gagnvart neytendum og feli í sér villandi viðskiptahætti.“ Auglýsingarnar sem um ræðir birtust á Facebook síðu félagsins og miðlum RÚV. Sektarákvörðunin byggðist á fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot. Gerðu ráðstafanir þegar í stað Neytendastofa vakti athygli Húsgagnahallarinnar á málinu með bréfi dagsettu 24. mars 2025. Svar frá Húsgagnahöllinni barst tveimur dögum síðar, 26. mars 2025. Í svarbréfinu þakkaði Húsgagnahöllin fyrir erindi Neytendastofu og kvaðst hafa farið yfir ábendingar þeirra með fullri alvöru. Húsgagnahöllin leggi ríka áherslu á að fylgja lögum og reglum um viðskiptahætti og markaðssetningu, og vilji tryggja að auglýsingar fyrirtækisins séu í samræmi við gildandi reglur og bestu venjur í neytendaviðskiptum. „Félagið muni þegar í stað gera ráðstafanir til að tryggja að allar auglýsingar sem vísa til afslátta, hvort sem þær birtast á samfélagsmiðlum, í sjónvarpi eða á öðrum miðlum, gefi skýrar upplýsingar um afsláttinn í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2005 og reglur nr. 366/2008.“ „Húsgagnahöllin leggi sig í hvívetna við að gera þetta ávallt rétt en það hafi því miður misfarist í þessum auglýsingum eins og stofnunin bendi réttilega á.“ Ákvörðun Neytendastofu.
Neytendur Verslun Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Tengdar fréttir Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. 28. september 2012 13:33 Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2. nóvember 2023 13:52 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Hagkaup sektað um hálfa milljón Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Hagkaup um 500 þúsund krónur fyrir að hafa ekki tilgreint prósentuafslátt á Tax Free dögum Hagkaups 10. - 14. maí síðastliðinn. Hengdir voru upp stórir auglýsingaborðar í gluggum verslunarinnar í Skeifunni og Smáralind í tilefni daganna og Neytendastofa segir að upplýsingar um prósentuafsláttinn hefðu átt að fylgja. 28. september 2012 13:33
Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. 2. nóvember 2023 13:52