Tollgæslan

Fréttamynd

Fimmtugar hollenskar konur neita sök í kókaínmáli

Tvær rúmlega fimmtugar hollenskar konur neita sök í máli héraðssaksóknara á hendur þeim fyrir innflutning á rúmlega kílói af kókaíni til landsins þann 29. ágúst síðastliðinn. Konurnar eru par og voru með stóran hluta efnisins innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva

Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni.

Innlent
Fréttamynd

Sérþjálfaður til þess að finna peninga

Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði

Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum

Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“

Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls

Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.