Innlent

Fréttamynd

Beltin bjarga

Í skýrslum Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í umferðinni 2004 og umferðarslys erlendra ferðamanna á Íslandi sama ár kom fram að fækka mætti banaslysum á Íslandi um fimmtung ef bílbelti væru ávallt notuð.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir Landsbankanum og ríkinu

Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óljóst hverjir seldu hlut sinn

Enn er óljóst hverjir seldu hluti í Íslandsbanka í gær og hvort viðskiptin breyta valdahlutföllum í stjórn bankans. Eins og við greindum frá í gær skiptu bréf upp á níu og hálfan milljarð um hendur í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyðarástand á Ítalíu

"Því er spáð að hitinn geti farið upp í 40 til 45 stig í heitustu borgunum. Það er neyðarástand í landinu, tíu manns hafa þegar látist, en á sunnudaginn lést sextugur Þjóðverji á ströndinni hér í bænum," segir Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir fararstjóri fyrir Úrval- Útsýn á Lido di Jesolo rétt hjá Feneyjum.

Erlent
Fréttamynd

Styrktu hvalveiðimenn í banni

Sjávarútvegsráðuneytið veitti Félagi hrefnuveiðimanna átta milljóna króna styrk á ári frá árinu 1998 til ársins 2001en hrefnuveiðar voru bannaðar á þessum árum. Samtals námu styrkirnir 32 milljónum sem félagið fékk frá ráðuneytinu á þessum fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja samræma opnunartíma

Kaupmenn við Laugaveg í Reykjavík vilja langflestir samræma opnunartíma verslana í miðbænum samkvæmt könnun sem Þróunarfélag miðborgarinnar framkvæmdi nýlega.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf seld í Íslandsbanka

Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í gær fyrir níu og hálfan milljarð króna, en rösklega fimm prósent hlutabréfa í bankanum skiptu um eigendur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Straumsvík gerir samning við OR

Álverið í Straumsvík tryggði sér í dag tæplega helminginn af þeirri orku sem til þarf vegna stækkunar álversins með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur. Í samningnum felst að Alcan á Íslandi kaupi 200 megawött af Orkuveitunni. 

Innlent
Fréttamynd

Engin afstaða til Finns og Halldórs

Tveir hæstaréttarlögmenn hafa skilað álitsgerð sem þeir voru fengnir til að vinna að beiðni stjórnarandstöðunnar. Þeir telja margt í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá því um miðjan mánuðinn verulegum annmörkum háð. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar.

Innlent
Fréttamynd

Verðmunur á tjaldsvæðum

Talsverður verðmunur er á tjaldstæðum víða um landið samkvæmt nýrri úttekt sem sýnir að á stöku stöðum greiðir fjölskylda tæpar fimm þúsund krónur fyrir gistingu í tjaldi.

Innlent
Fréttamynd

Páll afhentur Þristavinafélaginu

Landgræðsla ríkisins hætti í dag rekstri flugvéla til landgræðslu og afhenti síðustu vél sína, Pál Sveinsson, til Þristavinafélagsins. Flugvélin hefur nú verið máluð í litum Icelandair en Þristavinafélagið hefur sett sér það markmið að halda henni áfram flughæfri.

Innlent
Fréttamynd

50 milljóna starfslokasamningur

Björn Ingi Sveinsson, sem var sagt upp störfum sem sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar eftir hallarbyltingu í sjóðnum, kann að fá 50 milljónir króna í starfslokagreiðslur fyrir fjögurra mánuða starf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framsókn í miklum vanda

Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmálaflokka.

Innlent
Fréttamynd

Aukið samstarf vegna hamfara

Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum.

Innlent
Fréttamynd

VG ræða framboðsmál í Reykjavík

Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Undrast áhugaleysi Íslendinga

Álverið á Reyðarfirði þarf á næstunni að gera þjónustusamninga fyrir milljarða króna á ári. Talsmenn Alcoa Fjarðaáls undrast að erlend fyrirtæki sýna þessum risaviðskiptum mun meiri áhuga en íslensk.

Innlent
Fréttamynd

Lægsta boð frá Selfossi

Fyrirtækið Nesey á Selfossi átti lægsta boð í lagningu strengja fyrir Landsvirkjun milli Ufsar- og Kelduárslóns vegna Kárahnjúkavirkjunar, tæpar 14,5 milljónir króna, um 43 prósentum undir kostnaðaráætlun.

Innlent
Fréttamynd

Allt falt á Netinu

Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum.

Innlent
Fréttamynd

Meiri svikastarfsemi á sumrin

Á sumrin lifnar yfir svikastarfsemi sem beinist að því að svíkja út fé af fyrirtækjum. Svo virðist sem þeim sem stunda þessa iðju treysti því að auðveldara sé að villa um fyrir sumarafleysingafólki heldur en starfsmönnum sem hafa meiri reynslu. Þetta kemur fram á vef Samtaka verslunar og þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Búnaðarbanki ekki í ársreikningi

Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olís og Esso hækkuðu um krónu

Olíufélögin Olís og Esso hækkuðu bensínið um eina krónu lítrann í gær og er það þriðja hækkunin á tæpum mánuði. Búist er við að Skeljungur hækki verð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eastwood fær að skjóta í Krísuvík

Búið er að gefa leyfi fyrir kvikmyndatökum á atriðum úr mynd Clints Eastwoods í Krísuvík. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti þetta einróma á fundi sínum fyrir hádegi.

Lífið
Fréttamynd

Íslenskur aðstoðarframkvæmdastjóri

Á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Liechtenstein sem lauk í gær var tekin ákvörðun um að ráða Lilju Viðarsdóttur sem aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA með aðsetur í Brussel til þriggja ára frá hausti 2006.

Innlent
Fréttamynd

Líst vel á hugmynd um óperuhús

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur varpað fram þeirri hugmynd að óperuhús verði reist á menningartorfunni í Kópavogi og telur að hún geti orðið fullbúin innan örfárra ára, ef drifið verði í málinu. Gunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara líst vel á hugmyndina

Innlent
Fréttamynd

Hafa litla trú á Genfarsamningnum

Einungis þrettán prósent Íslendinga telja að Genfarsamningarnir veiti fólki vernd á stríðstímum, einungis Norðmenn hafa minni trú á þeirri vernd sem sáttmálinn veitir. Afganar hafa mesta trú á samningunum, 74 prósent telja hann veita fólki vernd á stríðstímum.

Innlent
Fréttamynd

Mesta aukning á milli ára

Dagvöruverslun í maí var 13% meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mesta aukning á milli ára síðan farið var að mæla smásöluvísitölu árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Viðtölin ekki til á upptöku

Viðtöl tímaritsins <em>Hér og nú</em> við Ásgerði Guðmundsdóttur, sem Eiríkur Jónsson krafðist í gær að yrðu spiluð í Íslandi í dag, eru ekki til á upptöku. Hins vegar á <em>DV</em> upptöku af því þegar Ásgerður staðfesti að ummæli, sem eftir henni voru höfð í því blaði, séu rétt.

Lífið
Fréttamynd

Nokkrir teknir í átaki lögreglu

Tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tíu bílar voru óskoðaðir og fimm ökumenn voru án ökuskírteinis á fyrsta degi umferðareftirlitsátaks samgönguráðuneytis og lögreglu í Skagafirði í dag.

Innlent